AFL starfsgreinafélag

Vinnumarkaður í uppnámi

Verkalýðshreyfingin klofin í herðar niður  - verkfallsátök í miðjum sveitarstjórnarkosningum

Úrslit kosninga um kjarasamninga í liðinni viku eru sennilega afdrifaríkasti atburður síðustu missera og tómlæti fjölmiðla um framhaldið og þá stöðu sem nú er á vinnumarkaði verður ekki skilið öðruvísi en að fjölmiðlafólk sé enn ekki farið að átta sig á því upplausnarástandi sem nú ríkir.

Með því að samningar voru samþykktir í einhverjum félaga stóru sambandanna eru þau sambönd og Alþýðusambandsins þar með komin með kjarasamning og geta ekki tekið við samningsumboðum til að gera „betri kjarasamning“ .  Með því að fara í forystu við gerð „meiri kjarasamninga“ væru þessi sömu sambönd þar með búin að glata trúverðugleika bæði gagnvart viðsemjendum en ekki síður gagnvart þeim félögum sem samþykktu samningana. Ekki  er víst að allir formenn sem töluðu fyrir því að fella samninga hafi átt von á því að þeir féllu og félögin væru síðan eins síns liðs í baráttunni.

Lesa meira