AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Iðnaðarmenn AFLs samþykkja kjarasamning

Smidur

77% þeirra sem greiddu atkvæði um nýgerðan kjarasamning Iðnaðarmannadeildar AFLs og Samiðnar við Samtök Atvinnulífsins, samþykktu samninginn.  Kjörsókn var aðeins um 19%. Samningurinn var samþykktur hjá öllum aðildarfélögum Samiðnar nema hjá Félagi járniðnaðarmanna á Ísafirði sem felldi með með 54% greiddra atkvæða og 40% kjörsókn.  Iðnaðarmannafélög utan Samiðnar - s.s. rafiðnaðarfélögin, Matvís og Grafía svo og VM - samþykktu öll samninginn en það var naumt hjá Rafiðnaðarsambandinu þar sem 49% sögðu já, 47% nei og 3,3% skiluðu auðu.  Samningurinn var því samþykktur með auðum og ógildum atkvæðum - en reglur vinnumarkaðarins er að meirihluta atkvæða þarf til að fella samnings.  Það þýðir að ef innan við 50% þeirra sem greiða atkvæði segja nei - þá er samningurinn samþykktur þó svo að enn færri félagsmenn segji já.