AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Vonbrigði með að sjálfboðaliðar séu í störfum fyrir sveitarfélag

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags lýsir vonbrigðum sínum með þá ákvörðun sveitarstjórnar Vopnafjarðarhrepps að nota erlenda sjálfboðaliða til að sinna störfum sem alla jafna eru unnin af launafólki.  Um er að ræða átak í skógrækt og áformar hreppurinn að átta sjálfboðaliðar frá samtökunum SEEDs sinni þessari vinnu.  Á Vopnafirði eru nú 21 einstaklingur atvinnulaus.

Félagið hefur þegar leitað skýringa hjá Vopnafjarðahrepp og svaraði sveitarstjóri m.a. að erfitt hefði verið að manna þessi störf þar sem allir unglingar í bænum væru þegar ráðnir til sumarvinnu.

Athygli vekur að meðal þeirra sjálfboðaliða sem ætlunin er að komi til starfa eru m.a. einstaklingar frá Bandaríkjunum, Suður Afríku og Hvíta Rússlandi en einstaklingar frá þessum löndum þurfa atvinnuleyfi til að starfa hér á landi -hvort heldur að fólk fái laun fyrir vinnu sína eða ekki.  AFL mun vekja athygli Vinnumálastofnunar á þessu.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi