AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Opnað fyrir umsóknir um jól og áramót!

jól og áramót 1        jól og áramót 2

Opnað hefur verið fyrir umsóknum um jól og áramót í orlofsíbúðum félagsins í Reykjavík og á Akureyri.  Dregið verður milli umsókna 4. nóvember nk.  Dregið er skv. reglum félagsins - þannig að þeir sem ekki hafa fengið úthlutað þrjú síðastliðin ár eru í forgangi og er fyrst dregið milli þeirra.  Ef íbúðir ganga af  er dregið milli allra.  Sótt er um vegna ákveðinna stærðarflokka íbúða.

Umsóknir eru á "mínum síðum" félagsmanna - sjá mynd hér að ofan.  Ef ekki birtist hlekkur "sækja um jól og áramót 2019" á viðkomandi félagsmaður ekki rétt hjá orlofssjóði.  Það getur verið vegna þess að ekki hafa borist iðgjöld eða af öðrum ástæðum og eru þeir sem telja sig eiga rétt á fyrirgreiðslu orlofssjóðs en ekki fá þennan hlekk upp, hvattir til að hafa samband við skrifstofur félagsins eða senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Félagsmenn sem ekki nota "mínar síður" geta haft samband við skrifstofur félagsins og fengið aðstoð við að ganga frá umsókn.

Frestur til að leggja inn umsókn er til 3ja nóvember og strax 4ja nóvember verður dregið milli umsækjenda.  Þeir sem fá úthlutað fá tölvupóst um leið og drætti líkur og hafa þá tvo sólarhringa til að greiða kr. 5.000 staðfestingagjald (óendurkræft). Eindagi á öllu leiguverði er síðan 3. desember.  Síðustu ár hefur einhverjum íbúðum verið skilað inn aftur strax að lokinni úthlutun eða á næstu dögum á eftir og verður þeim úthlutað í samræmi við biðlista sem verður til á úthlutunarfundi þar sem þeim sem ekki fá úthlutað íbúð - er raðað á biðlista í samræmi við útdráttinn.

Leigurverð íbúða er nokkuð mismunandi eftir stærð þeirra - allt frá kr. 29.185 fyrir 2ja herbergja íbúðir að kr. 32.840 fyrir 4ra herbergja íbúð.