AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Hótanir og mútur - "Svona er Ísland í dag".

Fulltrúar fyrirtækjanna GT eða Nordic Construction, en erfitt er að ráða í hvur er hvurs, komu á hótel á Egilsstöðum í morgun þar sem Lettneskir félagsmenn AFLs og fyrrverandi starfsmenn þessara fyrirtækja gista, en mennirnir hafa leitað aðstoðar félagsins við að innheimta rétt laun fyrir vinnu sína.

Fulltrúar fyrirtækjanna buðu mönnunum fé ef þeir færu tafarlaust úr landi og ennfremur hótuðu þeir því að sverta nöfn þeirra gagnvart öðrum fyrirtækjum hér á landi og erlendis og hótuðu að beita fyrir sig sendiráðum Lettlands í því skyni.

Átta af þeim þrettán sem leitað höfðu aðstoðar AFLs létu undan þessum þrýstingi og fóru frá Egilsstöðum laust eftir hádegi. AFL hefur þegar óskað aðstoðar lögreglu við að ná sambandi við mennina þar sem m.a. þeir eru mikilvæg vitni í máli þar sem sakað er m.a. um skjalafals.

Samkvæmt heimildum okkar hafa fyrirtækin tvö áformað að senda næsta hóp úr landi með því að aka í rútu alla leiðina á Keflavíkurflugvöll þannig að félaginu gefist ekki kostur á að stöðva för mannanna á Egilsstaðaflugvelli.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi