AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Trúnaðarmannanámskeið I

Trúnaðarmannanámskeið I verður haldið dagana 10. og 11. janúar n.k. og hefst kl: 09.00 báða dagana. Kirkjumiðstöðin á Eiðum mun hýsa námskeiðið og  þeir þátttakendur sem það kjósa munu gista á staðnum. Þátttakan virðist ætla að verða nokkuð góð því að alls eru  skráðir um tuttugu manns af öllu svæði félagsins. Námskeiðið er nokkuð yfirgripsmikið eins og  þessar stiklur um efni þess bera með sér.
 • Hvaða launakerfi eru algengust á íslenskum vinnumarkaði og hver eru sérkenni þeirra?
 • Hvert er hlutverk stéttarfélaga, sambanda og heildarsamtaka á vinnumarkaði
 • Hvert er hlutverk trúnaðarmanns á vinnustað, hvað á hann að gera og hvað á hann ekki að gera?
 • Hvernig er uppbygging kjarasamninga og hvar get ég leitað upplýsinga um túlkanir?
 • Hvert er hlutverk trúnaðarmannsins samkvæmt lögum og kjarasamningum
 • Hvar getur trúnaðarmaður aflað sér upplýsinga um túlkanir kjarasamninga og önnur mál sem koma inn á hans borð.
Tengiliður trúnaðarmaður er Gunnar Smári Guðmundsson, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.