AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Skattgreiðendur borga fyrir 2b

Ábyrgðarsjóður launa, sem fjármagnaður er úr ríkissjóði, greiddi í gær upp í launakröfur starfsmannaleigunnar 2b, sem starfaði á Kárahnjúkasvæði og hlunnfór pólska starfsmenn sína um laun.

Málið vakti mikla athygli fjölmiðla haustið 2005 er starfsmenn 2b, alls um 14 talsins, leituðu til AFLs. Lögmaður AFLs, Jón Jónsson, hjá Regula lögmannsstofu, flutti mál mannanna sem vannst í héraðsdómi en skömmu síðar setti 2b lappirnar upp í loft og fór í gjaldþrot. Það verða því íslenskir skattgreiðendur sem borga brúsann. 

Margir þessara fyrrverandi starfsmanna 2b hafa sest að hér á landi og una hag sínum vel, ýmist á austurlandi eða annars staðar. Þeir munu fá send uppgjör sín frá lögmanni félagsins á næstu dögum. 

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi