AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Kynning á iðnnámi

Kynning á iðnnámi

Miðvikudaginn 23. Janúar s.l. stóðu AFL Starfsgreinafélag og Menntaskólinn á Egilsstöðum fyrir kynningu á iðnnámi í húsnæði skólans.  Þeir sem kynntu hinar ýmsu iðngreinar voru kennarar og nemendur frá Verkmenntaskólanum í Neskaupstað og  Borgarholtsskóla auk fulltrúa frá Rafiðnaðarsambandinu og Matvís. Um 120 nemendur úr ME og grunnskólum á Austurlandi sóttu kynninguna sem var vel tekið og vakti aðsóknin ánægju þeirra sem að henni stóðu.