AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Greitt vegna máls gegn GT verktökum!

4,2 milljónirGreiddar hafa verið 4,2 milljónir króna vegna launa er AFL Starfsgreinafélag krafði GT verktaka um í október sl. vegna vinnu þrettán félagsmanna AFLs er störfuðu við Kárahnjúkaframkvæmdir. Mál 13 starfsmanna fyrirtækisins og afskipti AFLs Starfsgreinafélags af málum mannanna og lögreglurannsókn og vitnaleiðslur vegna málsins vöktu athygli í fjölmiðlum og var mikið um málið fjallað. Málið snerti einnig NCL starfsmannaleigu er AFL hélt fram að væri í eigu eigenda GT verktaka.

Undanfarna mánuði hafa lögmaður starfsmannanna og lögmaður ofangreindra fyrirtækja unnið að því að ná sáttum í ákveðnum hluta málanna. Er AFLi ánægja að tilkynna að það hefur tekist og nú hefur stór hluti þeirra verið leystur með útgáfu launaseðla og greiðslu launa að fjárhæð kr. 4.200.000 (nettó). Starfsmennirnir hafa nú að mestu leyti fengið greidd laun í samræmi við vinnutíma og ákvæði kjarasamnings. Einnig fékk meirihluti þeirra greidd laun á uppsagnarfresti út ráðningartíma sinn. Sumir starfsmennirnir hafa þegar fengið greiðslurnar inn á reikninga sína, en þær síðustu verða millifærðar á morgun.

Eftir stendur ágreiningur í málum 12 starfsmanna, að því er varðar mismun á útborgunargreiðslu samkvæmt eldri launaseðlum og þeim raungreiðslum sem starfsmennirnir viðurkenna að hafa móttekið. Samtals nema kröfur vegna þess kr. 1.800.000 (nettó). Í þremur málum er svo deilt um rétt starfsmannanna til launa á uppsagnarfresti og í þremur málum er deilt um ráðningartíma starfsmannanna og þ.a.l. hversu lengi þeir áttu rétt til launa í kjölfar starfsloka. Nema kröfur vegna þess kr. 3.400.000 (brúttó, þar sem þá hafa ekki verið gefnir út launaseðlar). Þennan hluta málanna mun þurfa að útkljá fyrir dómstólum og er stefnt að útgáfu stefna og þingfestingu þeirra á allra næstum vikum.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi