AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

AFL á aðalfundi ALCOA

Ásgeir Sigmarsson, trúnaðarmaður AFLs hjá Alcoa - Fjarðaáli, sækir í dag aðalfund ALCOA í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Með Ásgeiri eru þeir Sverrir Albertsson, AFLi, og Björn Ágúst Sigurjónsson, Rafiðnaðarsambandi Íslands. Í gær funduðu fulltrúar verkalýðsfélaga víðs vegar um heiminn sem eiga félagsmenn sem vinna í ALCOA verksmiðjum.

Á fundinum voru fulltrúar félaga í Bandaríkjunum, Kanada, Englandi, Þýskalandi, Rússlandi og Mexíkó. Þetta er í annað sinn sem fulltrúar AFLs og RSÍ sækja þessa árlegu fundi félaganna sem United Steel Workers of America, boðar til.

Á fundinum fóru fulltrúar félaganna yfir ástandið í hverju landi og álitamál sem upp hafa komið. Meðal mála sem sameiginleg virðast flestum félaga er sókn fyrirtækisins í að útvista verkefni og að nota undirverktaka til að komast framhjá kjarasamningum við starfsfólk.

Á síðasta ári lentu verkamenn í verksmiðju ALCOA í Honduras í hörðum átökum við fyrirtækið en með milligöngu USW náðist sátt í málinu og unnið var að úrbótum en fyrirtækið var m.a. sakað um alvarleg félagsleg undirboð, mannréttindabrot og ofsóknir á hendur forsvarsmönnum verkalýðsfélagsins.

Þá héldu fulltrúar á fundi verkalýðsfélaganna í gær fund með fulltrúum yfirstjórnar ALCOA þar sem m.a. var farið yfir nokkur álitamál og fyrirtækið skýrði sjónarmið sín. 

Á fundinum í gær var ákveðið að efla samstarf félaganna og koma upp innra fréttabréfi verkalýðsfélaga sem starfa í ALCOA verksmiðjum um heim allan. Nánar verður greint frá málefnum sem rædd voru á fundinum á fundi Fulltrúarráðs starfsmanna Fjarðaáls í næstu viku.