AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Orlofshús - orlofsíbúðir: Tvær tilkynningar

A Einarsst hus9all

Laus tímabil í orlofshúsum félagsins í sumar verða í dag boðin á orlofsvef félagsins án úthlutunar.  Þeir sem fengu úthlutað hafa nú greitt leigu sína að fullu og þeir sem eru á biðlista hafa haft tök á að þiggja óúthlutuð tímabil og því verða þau tímabil sem út af standa - boðin á vef félagsins í dag.  Þeir sem eru á biðlista halda stöðu sinni þar áfram.

Fyrirvari til að afbóka íbúðarleigu og fá endurgreiðslu hefur verið lengdur í 5 daga og gildir það frá og með morgundeginum.  Þegar Covid-19 faraldurinn skall á - stytti félagið frest til afbókunar úr 10 dögum niður í 0 - þar sem mannamótum var aflýst og lækniserindi afboðuð.  Íbúðir okkar hafa staðið hálftómar síðan en nú er eftirspurn orðin verulega meiri og því ástæða til að herða endurgreiðslureglurnar aftur.  Það verður gert í skrefum - þ.e. í 5 daga núna en búast má við að 10 daga reglan taki við fljótlega eða um mánaðarmót.

1. maí

.

ByggjumR

Skiptaverð hækkar þann 1. maí 2020.

BaturS

Meðalverð á skráðu gasolíuverði á Rotterdammarkaði hefur lækkað verulega að undanförnu vegna covid-19 faraldursins. Þetta olíuverð er notað sem viðmiðun í kjarasamningi sjómanna til að ákvarða skiptaverð til sjómanna.

Fyrir tímabilið frá og með 21. mars til og með 20. apríl síðastliðinn var meðalverð á olíunni sem notað er til viðmiðunar 262,20 $/tonn og hafði þá lækkað úr 379,96 $/tonn frá síðasta viðmiðunartímabili.

Þetta þýðir að skiptaverð, þegar ísaður afli er seldur skyldum aðila, hækkar úr 70,5% í 75,5% af aflaverðmæti skipsins. Þegar ísaður afli er seldur óskyldum aðila eða á fiskmarkaði hækkar skiptaverðið úr 70% í 75% af aflaverðmætinu (uppboðskostnaður á fiskmörkuðunum dreginn frá áður en skiptaverð er reiknað).

Á frystitogurunum sem selja með fob söluskilmálun hækkar skiptaverðið úr 72% í 74,5% af fob verðmætinu og ef aflinn er seldur með cif söluskilmálum hækkar skiptaverðið úr 66,5% í 69% af cif verðmætinu.

Á skipum sem frysta rækju um borð hækkar skiptaverðið úr 69% í 71,5% af fob verðmætinu og úr 63,5% í 66% af cif verðmætinu.

Skiptaverð þegar siglt er með uppsjávarfisk á erlendan markað er óbreytt 70% af söluvirði aflans. Þegar siglt er með ferkan fisk á erlendan markað er skiptaverðið einnig óbreytt eða 66% af heildarsöluverðmæti aflans.

Framangreindar breytingar taka gildi frá og með 1. maí næstkomandi. Sjá nánar https://www.ssi.is/kjaramal/skiptaverd/

Launahækkanir samkvæmt kjarasamningi

peninga

Þann 1 apríl s.l. hækkuðu laun samkvæmt kjarasamningum félagsins sem hér segir:

AFL starfsgreinadeild við Samtök atvinnulífsins   og við Bændasamtökin

Taxtahækkun                    24.000 krónur

Almenn hækkun               18.000 krónur

Kjaratengdir liðir               2,5%

AFL verslunar- og skrifstofudeild við Samtök atvinnulífsins

Taxtahækkun                    24.000 krónur

Almenn hækkun               18.000 krónur

Kjaratengdir liðir               2,5%

AFL iðnaðarmannadeild við Samtök atvinnulífsins

Almenn hækkun               18.000 krónur auk hliðrunar í launatöflum

Kjaratengdir liðir               2,5%

AFL starfsgreinadeild við Samband sveitarfélaga

Taxtahækkun                    24.000 krónur

AFL starfsgreinadeild við Ríkið vegna stofnana þess -með fyrirvara um samþykkt samningsins

Taxtahækkun                    24.000 krónur á launaflokka 1-17

Taxtahækkun                    18.000 á launaflokka þar fyrir ofan

AFL við Hrollaug, landssamband smábátaeigenda og samband smærri útgerða

Taxtahækkun                     24.000 krónur

Kauptrygging og aðrir launaliðir 7,52%

Lágmarkstekjutrygging fer í 335.000 krónur á mánuði