AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Að lifa lífinu á jákvæðan hátt!

thumb_namskeidFjölbreytt námsskrá AFLs Starfsgreinfélags í samvinnu við Þekkingarnet Austurlands fyrir byrjaða vorönn verður borin í hús á næstu dögum. Námskeið AFLs eru kynnt hér að neðan. Nánari upplýsingar um einstök námskeið gefa þær Bergþóra Arnórsdóttir, verkefnisstjóri Símenntunar hjá ÞNA, 471 2738, og Ragna Hreinsdóttir, 4700 311, náms-og starfsráðgjafi AFLs Starfsgreinafélags.

Unnt er að skrá sig til náms hjá ÞNA og á skrifstofum AFLs. Sjá nánar um námskeiðin

Lesa meira

Launahækkanir 1. janúar 2010

Þann 1. janúar hækkar kauptrygging háseta um 6.500 krónur og tímakaup og starfsaldursálag taka mið af þeirri hækkun. Aðrir liðir hækka um 2.5%. Fæðispeningar taka ekki breytingum fyrr en 1. júní.
Starfsmenn Alcoa fá 2% samningsbundna hækkun auk 2% hækkunar samkvæmt ákvörðun fyrirtækisins.
Aðrir félagsmenn eru ekki að fá samningsbundnar hækkanir fyrr en í júní.

Lesa meira

Birting annáls tefst!

Birting annáls AFLs fyrir 2009 tefst um nokkra daga. Skýringin er að annálshöfundur hefur legið í pest milli jóla og nýárs og lítt sinnt skrifum.

Stjórnvöld hafa brugðist

Stjórn AFL Starfsgreinafélags samþykkti á fundi sínum sem var að ljúka eftirfarandi ályktun. Miklar umræður voru á fundinum um stöðu efnahagsmála.

Lesa meira

Breytingar á staðgreiðslu um áramót.

Þann 1. janúar taka gildi ný lög um tekjuskatt sem er nokkuð frábrugðin því sem við höfum búið við undanfarin ár. Áfram verðum við með staðgreiðsluskatt en hann er nú í þremum þrepum. Af tekjuskattsstofni að 2.400.000 kr.(200.000 pr. mánuði) reiknast 37,22% í staðgreiðslu. Af næstu 5.400.000 kr. (450.000 pr. mánuði) reiknast 40,12% skattur. Af því sem umfram er 7.800.000 kr. (650.000 pr. mánuði) reiknast 46,12% skattur. Innifalið í þessum prósentum er útsvarið. Launafólk er ábyrgt fyrir að reiknuð sé staðgreiðsla í samræmi við lögin, starfi það hjá fleiri en einum vinnuveitenda. Persónuaflsáttur 44.205 kr. Sjómannaafsláttur 987 kr. á dag. Frítekjumark barna fædd 1995 og síðar er 6% af tekjum umfram 100.745. Tryggingagjald 8.65%. En hvað þýðir þetta fyrir launamanninn? Sjá nánar.

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi