AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Fréttatilkynning. Samfélagssjóður Alcoa styrkir Starfsendurhæfingu Austurlands

thumb_strafs2013Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur ákveðið að styrkja Starfsendurhæfingu Austurlands um 70.000 Bandaríkjadali, eða um 8,9 milljónir króna á tveggja ára tímabili. Steinþór Þórðarson, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alcoa Fjarðaáli, afhenti fyrri hluta styrksins, 35.000 Bandaríkjadali í dag, mánudaginn 18. maí.

Lesa meira

Frábæru trúnaðarmannanámskeiði lokið!

thumb_trunaarmennDagana 11. – 13. maí var haldið Trúnaðarmannanámskeið I í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum.  Alls mættu 18 trúnaðarmenn víðsvegar af félagssvæðinu. Námskeiðið þótti takast vel og það voru ánægðir og fjölfróðir trúnaðarmenn sem sneru heim á leið  þann 13. Kennarar voru þau Helga Björk Pálsdóttir, Sigurlaug Gröndal og  Sverrir Mar Albertsson og fengu þau mikið lof fyrir framsetningu sína á því efni sem þau höfðu á sínum snærum.

Lesa meira

Hjördís endurkjörin formaður

thumb_hjordis_thoraHjördís Þóra Sigurþórsdóttir var endurkjörin formaður AFLs á aðalfundi félagsins, sem haldinn var á Vopnafirði sl. laugardag. Fundinn sóttu um 60 félagsmenn en færð og veður hamlaði nokkuð gegn fundarsókn. Hornfirðingar sem sóttu fundinn fóru heiman frá um kl. 9 um morguninn og voru komnir heim aftur um kl. 3 aðfaranótt sunnudags.

Lesa meira

AFL kærir til Hæstaréttar

AFL Starfsgreinafélag undirbýr nú kæru til Hæstaréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í gær frá dómi máli AFLs á hendur Landsvaka, peningamarkaðssjóðs Landsbankans.  

Stefna AFLs snerist ekki um peninga heldur upplýsingar - og þær vill héraðsdómur ekki að almenningur fái.

Lesa meira

Skipulagsbreytingar innan verkalýðshreyfingar?

thumb_adalf2009Aðalfundur AFLs Starfsgreinafélag sl. laugardag tók undir ályktun stjórnar félagsins þar sem lýst er áhyggjum með þróun mála innan Starfsgreinasambands Íslands - en Efling og Verkalýðsfélag Keflavíkur hafa bæði tilkynnt mögulega úrsögn úr SGS.

Lesa meira

Skorum á ALCOA að sýna ábyrgð!

Jim Robinson, fulltrúi United Steel Workers, ávarpar aðalfund ALCOA samsteypunnar í Pittsburgh í dag. Í ávarpi sínu, sem hann flytur m.a. í nafni AFLs og annarra verkalýðsfélaga víða um heim sem saman mynda ALCOA Workers Union Global Network, hvetur hann fyrirtækið til að sína ábyrgð í samskiptum sínum við starfsfólk fyrirtækisins í þeirri efnahagskreppu sem nú stendur og erfiðleikum fyrirtækisins.

Lesa meira

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi