AFL starfsgreinafélag

AFL afhendir Björgunarsveitinni Báru húsnæði!

sambudSeld20

AFL Starfsgreinafélag afhenti í gær Björgunarsveitinni Báru á Djúpavogi til eignar - hluta AFLs í húsinu Sambúð, Mörkinni 12 á Djúpavogi.  Sambúð var byggð 1989 í samvinnu björgunarsveitarinnar og Verkalýðsfélags Djúpavogs.  Eignarhlutur AFLs var um 90 fm og er félagið með skrifstofu þar en hefur leigt Austurbrú annan hluta húsnæðisins. 

Húsið er orðið talsvert viðhaldsþurfi og björgunarsveitin þarf meira húsnæði undir starfssemi sína. Síðustu ár hafa verið viðræður m.a. við sveitarfélagið um framtíðarskipan húsnæðismála björgunarsveitarinnar en án þess að viðunandi lausn fengist.  Þörf AFLs á stóru húsnæði á Djúpavogi hefur farið minnkandi síðustu ár þar sem fjölmennir félagsfundir hafa verið fáir og þeir sem haldnir hafa verið á Djúpavogi hafa verið á hótelinu þar sem salurinn í Sambúð er of lítill fyrir almenna fundi alls félagsins.

Stjórn AFLs samþykkti einróma að ganga til samnings við Báru um húsið og félagið leitaði einnig til eldri félagsmanna og fyrrverandi formanns Verkalýðsfélagsins og var það einróma álit þeirra sem rætt var við, að færa sveitinni húsið til eignar.

Sem endurgjald mun björgunarsveitin sjá AFLi fyrir viðunandi skrifstofuaðstöðu í þrjú ár.  Skrifstofa AFLs á Djúpavogi er opin tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum frá 14 : 16.

Á myndinni eru Ingi Ragnarsson, formaður Báru, og Kristborg Ásta Reynisdóttir, gjaldkeri Bárunnar að ganga frá samningnum við Reyni Arnórsson, stjórnarmann í AFLi og Guðrúnu Aradóttur, starfsmann AFLs á Djúpavogi.

Starfsgreinasambandið styður Eflingu - ályktanir formannafundar SGS

EflingSamn

Ályktun frá fundi formanna SGS

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands, 8. maí 2020. Skorar á Ríkið, Samband Íslenskra sveitarfélaga og aðra atvinnurekendur að ganga þegar til saminga við  þau félög sem ósamið er við. Það er með öllu óásættanlegt að launafólk sé samningslaust mánuðum saman og ólíðandi að ekki sé gengið að réttmætum kröfum né staðið við fyrri yfirlýsingar og fyrirheit.

Einnig er minnt á stuðningsyfirlýsingu Miðstjórnar ASÍ við verkfall Eflingar og áskorun Verkalýðsfélags Vestfirðinga um kjaradeilu lögreglumanna.

Yfirlýsing Miðstjórnar ASÍ

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við verkfall Eflingar sem er nú hafið í Kópavogi, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ, Hveragerði og sveitarfélaginu Ölfus.

Samningar Eflingarfélaga eru lykilþáttur í að bæta kjör þeirra sem lægst hafa launin í íslensku samfélagi. Samningar í fyrrnefndum sveitarfélögum hafa verið lausir í rúmt ár og viðræður hafa engum árangri skilað. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur neitað að gera kjarasamning við Eflingu sambærilegan þeim sem Ríkið, Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir hafa þegar gert. Boðun verkfalls var samþykkt með 90% atkvæða þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu.

Miðstjórn ASÍ hvetur félagsmenn allra aðildarsamtaka sinna og annað launafólk til að virða aðgerðir Eflingar og stuðla að því að verkfallsbrot verði ekki framin.


 

 Áskorun stjórnar Verkalýðsfélags Vestfirðinga um kjaradeilu lögreglumanna við ríkið
LogreglaS

Sú staða sem er uppi í samningaviðræðum lögreglumanna við ríkisvaldið er með öllu óboðleg og ríkisvaldinu ekki til sóma. Lögreglumenn eru með lausa samninga og enn hefur forystufólk ríkisstjórnarinnar ekki staðið við yfirlýsingar sem lögreglumönnum hefur verið lofað. Staða þessi er mjög alvarleg, sér í lagi þar sem lögreglumenn njóta ekki þeirra sjálfsögðu mannréttinda að hafa verkfallsrétt.

Flestum er kunnugt hversu mikilvægu hlutverki lögreglumenn gegna í samfélaginu, þeirra störf eru oft á tíðum unnin við hættulegar og krefjandi aðstæður á vettvangi slysa, glæpa og náttúruhamfara. Þegar við höldum okkur heima, þá eru lögreglumenn sendir á vettvang.

Í Covid faraldrinum sem nú gengur yfir hefur mikið mætt á lögreglumönnum og þeir berskjaldaðir fyrir þeirri vá vegna nálægðar við skjólstæðinga sína. Þær aðstæður sem lögreglumenn vinna við og sú vinna sem þeir inna af hendi alla daga skipar þeim klárlega í Framlínusveit Íslands.

Af fréttum undangengnar vikur hefur sú staða legið í loftinu að algjört áhugaleysi ríki í herbúðum samninganefndar ríkisins. Mögulega gæti þar spilað stórt hlutverk að lögreglan hefur ekkert verkfallsvopn í að grípa. Að sýna fólki slíkt virðingaleysi er með öllu óskiljanlegt ef rétt reynist.

Verkalýðsfélag Vestfirðinga skorar því á ríkisstjórn Íslands og samninganefnd ríkisins við Landssamband Lögreglumanna að setjast strax að samningaborðinu og sýna lögreglumönnum þann sóma sem þeir sannarlega eiga skilið í störfum sínum fyrir land og þjóð .

Að lokum hvetur félagið önnur stéttarfélög til að sýna lögreglumönnum stuðning í baráttu þeirra fyrir leiðréttingu á kjörum sínum.

Með vinsemd og virðingu,

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga

 

 

Orlofshús - orlofsíbúðir: Tvær tilkynningar

A Einarsst hus9all

Laus tímabil í orlofshúsum félagsins í sumar verða í dag boðin á orlofsvef félagsins án úthlutunar.  Þeir sem fengu úthlutað hafa nú greitt leigu sína að fullu og þeir sem eru á biðlista hafa haft tök á að þiggja óúthlutuð tímabil og því verða þau tímabil sem út af standa - boðin á vef félagsins í dag.  Þeir sem eru á biðlista halda stöðu sinni þar áfram.

Fyrirvari til að afbóka íbúðarleigu og fá endurgreiðslu hefur verið lengdur í 5 daga og gildir það frá og með morgundeginum.  Þegar Covid-19 faraldurinn skall á - stytti félagið frest til afbókunar úr 10 dögum niður í 0 - þar sem mannamótum var aflýst og lækniserindi afboðuð.  Íbúðir okkar hafa staðið hálftómar síðan en nú er eftirspurn orðin verulega meiri og því ástæða til að herða endurgreiðslureglurnar aftur.  Það verður gert í skrefum - þ.e. í 5 daga núna en búast má við að 10 daga reglan taki við fljótlega eða um mánaðarmót.

1. maí

.

ByggjumR

Launahækkanir samkvæmt kjarasamningi

peninga

Þann 1 apríl s.l. hækkuðu laun samkvæmt kjarasamningum félagsins sem hér segir:

AFL starfsgreinadeild við Samtök atvinnulífsins   og við Bændasamtökin

Taxtahækkun                    24.000 krónur

Almenn hækkun               18.000 krónur

Kjaratengdir liðir               2,5%

AFL verslunar- og skrifstofudeild við Samtök atvinnulífsins

Taxtahækkun                    24.000 krónur

Almenn hækkun               18.000 krónur

Kjaratengdir liðir               2,5%

AFL iðnaðarmannadeild við Samtök atvinnulífsins

Almenn hækkun               18.000 krónur auk hliðrunar í launatöflum

Kjaratengdir liðir               2,5%

AFL starfsgreinadeild við Samband sveitarfélaga

Taxtahækkun                    24.000 krónur

AFL starfsgreinadeild við Ríkið vegna stofnana þess -með fyrirvara um samþykkt samningsins

Taxtahækkun                    24.000 krónur á launaflokka 1-17

Taxtahækkun                    18.000 á launaflokka þar fyrir ofan

AFL við Hrollaug, landssamband smábátaeigenda og samband smærri útgerða

Taxtahækkun                     24.000 krónur

Kauptrygging og aðrir launaliðir 7,52%

Lágmarkstekjutrygging fer í 335.000 krónur á mánuði