AFL starfsgreinafélag

Félagsdómur, Fjarðabyggð vegna starfa við Grunnskólann á Eskifirði og Almenningsbókasafnið

Viðurkennt er að Afl, starfsgreinafélag, fari með samningsaðild fyrir Guðnýju Einarsdóttur, kt. 301148-3489, og Guðrúnu M. Óladóttur, kt. 250861-4869, við gerð kjarasamninga við Fjarðabyggð vegna starfa þeirra við Grunnskólann á Eskifirði og Almenningsbókasafnið á Eskifirði, Fjarðabyggð, og um laun og kjör þeirra hafi frá og með ráðningum til stefnda, Fjarðabyggðar, farið samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands sem gerður var í maímánuði 2005.
Stefndu, Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi og Fjarðabyggð, greiði, hvor um sig, stefnanda, Alþýðusambandi Íslands, f.h. Starfsgreinasambands Íslands vegna Afls, starfsgreinafélags Austurlands, f.h. Guðrúnar M. Óladóttur og Guðnýjar Einarsdóttur, 150.000 krónur í málskostnað.
Sjá dóminn í heild hér