AFL starfsgreinafélag

Réttur vaktavinnufólks til að sækja trúnaðarmanna- námskeið

Félagsdómur kvað upp sumarið 2018 og staðfestir óskertan rétt vaktavinnufólks til að sækja trúnaðarmannanámskeið. Í dómnum reyndi á túlkun ákvæða um trúnaðarmenn í kjarasamningi SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga um hvort starfsmaður í vaktavinnu ætti rétt á launum án vinnuframlags vegna fyrirfram ákveðinna kvöldvakta þá daga sem trúnaðarmannanámskeið fór fram.

Viðkomandi trúnaðarmaður taldi sig hafa uppfyllt vinnuskyldu sína með setu á trúnaðarmannanámskeiði og taldi sig ekki eiga að tapa reglubundnum launum þó hann mætti ekki á kvöldvaktir í vinnu sinni í beinu framhaldi af námskeiðinu. Akureyrarbær taldi svo ekki vera heldur hefði honum borið að mæta til vinnu að námskeiði loknu enda hefði námskeiðið farið fram utan hans vinnutíma.

Niðurstaða Félagsdóms í málinu var skýr og ótvíræð, þ.e.a.s. að krafa um að trúnaðarmaður ynni kvöldvaktir strax í kjölfar námskeiðsins ella sæta launaskerðingu hamlaði rétti hans til að sækja trúnaðarmannanámskeið, enda fæli það í raun í sér 16 tíma vinnudag sem samræmdist hvorki ákvæðum kjarasamninga né laga.

Niðurstaða þessi festi í sessi áralanga túlkun stéttarfélaga um greiðan og óskertan aðgang trúnaðarmanna til að sækja nauðsynlega fræðslu. sjá dóminn hér