AFL starfsgreinafélag

Hof 1 Hótel

Krafist var leiðréttingar launa vegna vinnu í þágu Hof 1 Hótel sumarið 2012.

Málsatvik eru þau að stefnandi, sem er þýskur ríkisborgari, réðst fyrst til starfa hjá hinu stefnda einkahlutafélagi sumarið 2011 og starfaði á hóteli í Öræfasveit á þess vegum. lágmarklaun voru sögð 179.500 kr.  á mánuði fyrir 40 stunda viku, auk orlofs. Stefnandi réðst aftur til starfa hjá stefnda sumarið 2012. Eiga kröfur hennar í máli þessu rót að rekja til þess tímabils . Meginágreiningur var þar sem hún vann fyrrihluta dags og var ekki að vinna um miðbik en byrjaði aftur að vinna seinnihluta dags og vann fram á kvöld hvort greiða ætti þennan tíma sem samfellu sjá dóminn

Mikilvægur dómur fyrir smábátasjómenn

Óheimilt er að draga olíukostnað frá aflverðmæti til skipta á smábátum.  AFL Starfsgreinafélag stefndi, fyrir hönd félagsmanns útgerð á Stöðvarfirði vegna vanreiknaðra launa, en við uppgjör var stuðst við skiptaprósentu skv. kjarasamningi SSÍ við Landssamband smábátaeigenda - en kostnaður skv. kjarasamningi SSÍ við LÍÚ dreginn frá aflverðmæti.  Í kjarasamningi SSÍ við LS kemur skýrt fram að skipta eigi úr heildarverðmæti aflans og staðfesti dómurinn það.  Þetta er því mikilvægur varðandi réttarstöðu smábátasjómanna. Sjá dóminn í heild

Lesa meira

Greitt skal fyrir aukna starfsskyldur

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dómi frá 3.11 sl. (HRD 390/2010) að atvinnurekanda, sem hyggst auka við starfsskyldur starfsmanns, beri annað af
tvennu að gera það með því að eiga frumkvæði að breytingum á ráðningarsamningi eða tilkynna það skriflega eins og kjarasamningar áskilja. Þar sem hann gerði hvorugt öðlaðist starfsmaðurinn rétt til aukagreiðslna vegna hinna nýju starfsskyldna. Í málinu var einnig deilt um það hvort starfsmaðurinn ætti rétt á
greiðslu bifreiðastyrks á uppsagnarfresti þar sem ekki var krafist vinnuframlags hans og komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að svo væri. Sjá dóminn

Verkfall í fiskimjöls- verksmiðju

Dómsorð: Verkfall stefnanda, AFLs Starfsgreinafélags, sem boðað var með bréfi, dagsettu 26. janúar 2011, til stefnanda, Samtaka atvinnulífsins, vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum og hefjast skal fyrst kl. 00:30, hinn 7. febrúar 2011, er ólögmætt.

Stefnandi, Alþýðusamband Íslands fyrir hönd Starfsgreinasambands Íslands vegna AFLs Starfsgreinafélegs, greiði stefnanda, Samtökum atvinnulífsins, 175.000 krónur í málskostnað. Sjá dóminn

Dómur Trölli

Stefnandi krefst þess að hið stefnda einkahlutafélag verði dæmt til að greiða stefnanda vangreidd laun Sjá Dóminn