AFL starfsgreinafélag

Ræða Sverris Albertssonar á aðalfundi Stapa 2018

StapiÞað hafa fá kerfi verið eins undir í umræðunni á Íslandi síðustu ár eins og lífeyrissjóðakerfið og það er að vonum.  Íslenskir lífeyrissjóðir eiga í dag um fjögur þúsund milljarða og leika lykilhlutverk í íslensku samfélagi.

Án þess að ætla að vera væminn eða fara í mikla söguskoðun vil ég samt minna á að við upphaf verkalýðsbaráttu á Íslandi fyrir röskum 100 árum bjó þorri þjóðarinnar í ömurlegu húsnæði, vannæring og barnadauði voru hluti tilverunnar og alþýða fólks var örsnauð.  Nú eiga afkomendur þessarar sömu alþýðu þúsundir milljarða í sparifé og geta verið í lykilhlutverki í atvinnulífinu.

Lesa meira

Ný sumarvinna? - ekki láta svindla á þér!

SumarvinnaFlestir sem eru í framhaldsskóla og háskóla á Íslandi vinna í sumarfríinu. Þetta hefur viðgengist lengi hér á landi, þótt víðast annars staðar í heiminum sé þetta óþekkt. Löngum hefur sumarvinna skólafólks verið litin jákvæðum augum. Öllum sé hollt að vinna, þetta sé ágætur undirbúningur fyrir þátttöku á vinnumarkaði síðar og svo sé gott að vinna sér inn dálítinn pening fyrir veturinn. 

En þótt þú sért bara að vinna í stuttan tíma - í einn, tvo eða þrjá mánuði - þá er engin ástæða til að láta svindla á þér. Sem betur fer eru langflestir atvinnurekendur stálheiðarlegir, en því miður ekki allir. Og á hverjum er líklegast að þeir reyni að svindla? Auðvitað þeim sem hafa minnsta reynslu. Þess vegna skaltu kynna þér vel hvernig hlutirnir eiga að vera. 

Passaðu upp á
Tímaskráninguna
Ráðningarsamninginn
Kynntu þér launataxtana og kjarasamninginn á heimasíðu AFLs.

 Félagssvæði AFLs Starfsgreinafélags er frá Skaftafelli og austur um land allt að Þórshöfn á Langanesi. Ef þú vinnur verkamannastörf, við umönnun, í ferðaþjónustu, verslun-eða veitingastað eða í byggingarvinnu, sjómennsku eða ótal önnur störf er AFL þitt stéttarfélag. Við erum aðeins einum tölvupósti frá þér  - sendu okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við getum svarað spurningum sem þú kannt að hafa.

Ef það vantar upp á launin þín, tímaskráning vitlaus eða önnur vandamál koma upp – þá leitarðu til okkar og við sjáum um málið.  Þess vegna ertu í stéttarfélagi.

Passaðu tímaskráninguna - ekki láta svindla á þér!

Timaskraning

Í langflestum tilvikum fær launamaður greitt fyrir vinnu sína á grundvelli þess tíma sem hann vinnur.  Atvinnurekandinn heldur utan um unninn tíma og greiðir samkvæmt því. Á sumum vinnustöðum er stimpilklukka, en annað fyrirkomulag annars staðar. 

Sem betur fer eru langflestir atvinnurekendur heiðarlegir, en það eru til undantekningar. Stálheiðarlegir atvinnurekendur geta líka gert óviljandi mistök. Þess vegna skalt þú sjálf(ur) líka halda utan um tímaskráninguna og bera saman við fjölda tíma á launaseðlinum. 

Þetta er hægt að gera á margan hátt. Það er hægt að skrifa á blað, vera með excel skjal eða eitthvað annað. Á skrifstofum AFLs er hægt að fá handhæga vinnutímabók sem passar vel í vasa.  Fyrir þá sem eiga snjallsíma er Klukk appið frá ASÍ þægilegast. Appið hjálpar þér að halda utan um tímana þína með einföldum hætti og hjálpar þér þannig að passa upp á að þú fáir rétt greitt fyrir vinnuna. Enginn getur séð upplýsingarnar um þig nema þú.

Hvar get ég náð í Klukk?

Klukk LOGO 

Klukk er sótt í App store og Play store. Hlekkirnir eru hér ef þú átt eftir að sækja Klukk.

Apple - Iphone 

Google - Android

Nánari upplýsingar um KLUKK á vef ASÍ

Félagssvæði AFLs Starfsgreinafélags er frá Skaftafelli og austur um land allt að Þórshöfn á Langanesi. Ef þú vinnur verkamannastörf, við umönnun, í ferðaþjónustu, verslun eða veitingastað eða í byggingarvinnu, sjómennsku eða ótal önnur störf er AFL þitt stéttarfélag. Við erum aðeins einum tölvupósti frá þér  - sendu okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við getum svarað spurningum sem þú kannt að hafa.

Ef það vantar upp á launin þín, tímaskráning vitlaus eða önnur vandamál koma upp – þá leitarðu til okkar og við sjáum um málið.  Þess vegna ertu í stéttarfélagi.

Færðu rétt vaktaálag? - ekki láta svindla á þér!

Vaktaalag

 Það getur verið flókið að skilja vaktavinnufyrirkomulag og hvernig greitt er fyrir það. Sem betur fer fara langflestir atvinnurekendur eftir gildum samningum og að settum reglum. Því miður eru til undantekningar - og svo geta atvinnurekendur líka gert mistök eins og aðrir. Hér eru nokkur atriði sem þú skalt hafa í huga ef þú vinnur vaktavinnu. 

Vaktaálög eru greidd á þær vinnustundir sem eru unnar utan hefðbundins vinnutíma. Þau eru mismunandi eftir því á hvaða tíma dags er unnið hvort að um er að ræða virka daga eða helgar, helgidag eða stórhátíðadaga.

Vinna umfram 173,33 tíma í mánuð ber að greiða sem yfirvinnu.

Þeir sem vinna vaktavinnu vinna sér inn vetrarfrí.

Forsendur fyrir því að heimilt sé að greiða vaktaálög eru að:

  • það komi fram í ráðningarsamningi að starfsmaður sé ráðinn í vaktavinnu
  • fyrir liggi vaktaplan- oftast a.m.k. 4 vikur fram í tímann - með upphafi og lok vaktar

Ef þú ert í vafa, skaltu hafa samband við skrifstofu AFLs.

Félagssvæði AFLs Starfsgreinafélags er frá Skaftafelli og austur um land allt að Þórshöfn á Langanesi. Ef þú vinnur verkamannastörf, við umönnun, í ferðaþjónustu, verslun-eða veitingastað eða í byggingarvinnu, sjómennsku eða ótal önnur störf er AFL þitt stéttarfélag. Við erum aðeins einum tölvupósti frá þér  - sendu okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við getum svarað spurningum sem þú kannt að hafa.

Ef það vantar upp á launin þín, tímaskráning vitlaus eða önnur vandamál koma upp – þá leitarðu til okkar og við sjáum um málið.  Þess vegna ertu í stéttarfélagi.

 

 

Ertu með ráðningarsamning? - Ekki láta svindla á þér!

Radning

Þótt þú sért bara að ráða þig í vinnu í stuttan tíma, eins og til dæmis í skólafríinu, borgar sig alltaf að gera ráðningarsamning. Ef maður er ráðinn til lengri tíma en eins mánaðar, þá á að gera skriflegan samning. 

Um leið og atvinnurekandi hefur samþykkt að ráða þig í vinnu, er í rauninni kominn á ráðningarsamningur. Réttindin sem fylgja slíkum samningi, eins og uppsagnarréttur, veikindaréttur og þess háttar, verða samt ekki virk fyrr en þú byrjar að vinna. 

Ráðningarsamningur er samningur á milli þín (starfsmanns) og fyrirtækis (atvinnurekanda) um samskipti, réttindi og skyldur. Þú skuldbindur þig til þess að vinna fyrir atvinnurekandann og fá greiðslu (laun) fyrir.

Þó svo að það teljist í gildi ráðningarsamningur, jafnvel þótt ekkert undirritað plagg sé til staðar - þá borgar sig alltaf að ganga frá slíkum hlutum skriflega. Það einfaldar alla hluti - fyrir þig og líka fyrir atvinnurekandann, ef upp koma vafaatriði.

Tímabundnir og ótímabundnir ráðningarsamningar

Ráðningarsamningar geta verið annaðhvort tímabundnir eða ótímabundnir. Sé ekki sérstaklega tekið fram að ráðningarsamningur sé tímabundinn, er hann ótímabundinn. Sé samningur tímabundinn skal tilgreina gildistíma hans, þ.e. frá hvaða tíma og til hvaða tíma hann gildir. Tímabundinn samningur getur einnig verið bundinn ákveðnu verkefni, t.d. afleysing í fæðingarorlofi hjá tilteknum aðila o.s.frv.

Munurinn á tímabundnum ráðningarsamningi og ótímabundnum er aðallega sá, að það þarf ekki að segja upp tímabundna samningnum. Það er búið að ákveða starfslokin fyrirfram. Meðan á tímabundnum ráðningarsamningi stendur, nýtur starfsmaðurinn allra allmennra réttinda, veikindaréttar, orlofsréttar og annarra réttinda sem samið er um í kjarasamningi. 

Ekki hika við að minna atvinnurekandann á ráðningarsamninginn. Það á að gera skriflegan samning.

Sjá nánar um ráðningarsamninga:
 

Félagssvæði AFLs Starfsgreinafélags er frá Skaftafelli og austur um land allt að Þórshöfn á Langanesi. Ef þú vinnur verkamannastörf, við umönnun, í ferðaþjónustu, verslun-eða veitingastað eða í byggingarvinnu, sjómennsku eða ótal önnur störf er AFL þitt stéttarfélag. Við erum aðeins einum tölvupósti frá þér  - sendu okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við getum svarað spurningum sem þú kannt að hafa.

Ef það vantar upp á launin þín, tímaskráning vitlaus eða önnur vandamál koma upp – þá leitarðu til okkar og við sjáum um málið.  Þess vegna ertu í stéttarfélagi.