AFL starfsgreinafélag

Vegabréf á vinnumarkaði

Vegabréf á vinnumarkaði.
Þetta vegabréf er fyrir ungt fólk í atvinnulífinu. Venjulega þarf að sýna vegabréf á landamærum framandi landa, en vegabréfi á vinnumarkaði er hins vegar ætlað að vera leiðarvísir þinn inn á vinnumarkaðinn.
Þegar fólk ræður sig í vinnu nýtur það ákveðinna kjara sem samið hefur verið um í kjarasamningum milli stéttarfélaga og atvinnurekenda. Í sumum tilfellum gilda landslög.
Í vegabréfi á vinnumarkaði getið þið lesið ykkur til um helstu réttindi fólks í atvinnulífinu. Einnig koma fram upplýsingar um hvar hægt er að leita frekari svara við algengum spurningum sem kunna að vakna þegar fyrstu skrefin eru tekin á vinnumarkaðinum. Við hvetjum alla til að afla sér upplýsinga um réttindi sín.
Með þessu vegabréfi, sem á að leiðbeina þér varðandi réttindi þín á vinnumarkaði, býður verkalýðshreyfingin allt ungt fólk velkomið í hóp félaga sinna og heitir þér liðsinni sínu í daglegu starfi þínu og væntir einnig þátttöku þíns í félagslegu starfi hreyfingarinnar.

Ungt fólk á vinnumarkaði.
Það gerist ósjaldan að þegar ungt fólk fær í hendurnar sinn fyrsta launaseðil að það skilur hvorki upp né niður í honum. Á launaseðlinum koma fram margvíslegar upplýsingar, sem erfitt getur verið að átta sig á.
Einstaka sinnum kemur það líka fyrir að fólk sem ræður sig til vinnu fær ekki það sem því ber samkvæmt lögum og kjarasamningum. Reynslan sýnir að meginástæðan fyrir slíkum brotum er oftast nær vanþekking atvinnurekenda og launamanna á réttindum launafólks.
Með þessari útgáfu vilja starfsmenn í verkalýðshreyfingunni leggja sitt að mörkum til þess að ráða bót á þessum atriðum. Vonandi getur þú, eftir að hafa lesið bæklinginn, gert þér betri grein fyrir fyrir réttindum þínum hvort heldur þú ert í sumarvinnu, aukavinnu eða í fullu starfi.

Bæklingurinn á pdf formi Vegabréf á vinnumarkaði