AFL starfsgreinafélag

Lágmarkslaun

Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, fullar 173,33 unnar stundir á mánuði (40 stundir á viku), skulu vera sem hér segir fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa sex mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir):

Frá 1. maí 2015 kr. 245.000 á mánuði hjá fyrirtækjum á almenna markaðnum           
Frá 1. maí 2016 kr. 260.000 á mánuði.
Frá 1. maí 2017 kr. 280.000 á mánuði.
Frá 1. maí 2018 kr. 300.000 á mánuði.

Frá 1. janúar 2014 kr. 214.000 á mánuði hjá fyrirtækjum á almenna markaðnum           

Frá 1. febrúar 2013 kr. 204.000 á mánuði hjá starfsmönnum sem starfa hjá Ríkinu.
Frá 1. mars 2014, kr. 214.000

Frá 1. mars 2013 kr. 211.799 á mánuði hjá starfsmönnum sem starfa hjá sveitarfélögum.
Frá 1. maí 2014, kr. 229.549.


Með vísan í samning milli ASÍ og SA um réttindi hlutavinnustarfsmanna þá eiga þeir jafnframt rétt á lámarkstekjutryggingu í samræmi við starfshlutfall.
Þar sem taxtar eru í einhverjum tilfellum lægri en lámarkstekjutrygging skal það bætt með eftirfarandi hætti


Mánaðarlega skal greiða uppbót á laun viðkomandi starfsmanna sem ekki ná framangreindum tekjum, en til tekna í þessu sambandi teljast allar greiðslur, þ.m.t. hverskonar bónus-, álags- og aukagreiðslur, sem falla til innan ofangreinds vinnutíma. Launauppbót vegna lágmarkstekjutryggingar skerðist ekki vegna samningsbundinnar launahækkunar vegna aukinnar menntunar sem samningsaðilar standa sameiginlega að.
Laun fyrir vinnu umfram 173,33 stundir á mánuði og endurgjald á útlögðum kostnaði reiknast ekki með í þessu sambandi.


Nýtt
Grein 1.3. Lágmarkstekjur fyrir fullt starf (gr. 1.4. í ferðaþjónustusamningi)
Lágmarkstekjur fyrir fullt starf, fullar 173,33 unnar stundir á mánuði (40 stundir á viku), skulu vera sem hér segir fyrir þá starfsmenn sem eftir að 18 ára aldri er náð hafa starfað a.m.k. sex mánuði hjá sama fyrirtæki (þó að lágmarki 900 stundir):
1. maí 2015 kr. 245.000 á mánuði.
1. maí 2016 kr. 260.000 á mánuði.
1. maí 2017 kr. 280.000 á mánuði.
1. maí 2018 kr. 300.000 á mánuði.