AFL starfsgreinafélag

Stefna AFLs í orlofsmálum

sumarfriFélagið hefur sett sér stefnu í orlofsmálum.

Til að mynda hefur verið stefnt að því að koma öllum íbúðum félagsins í Reykjavík undir eitt þak og er sú framkvæmd að líta dagsins ljós. Stefnt er á að setja bóknuarkerfi íbúða á vef félagsins, og að félagsskýrteinin verði aðgangslykill að íbúðum í Mánatúni.

Einnig hefur verið stefnt að hitaveitur og heitum potti við hvert hús félagsins á Einarsstöðum, sú framkvæmd er að líta dagsins ljós og njóta dvalargestir nú arfrakstur þeirra vinnu.

Félögin sem stóðu að stofnun AFLs, þ.e. AFL Starfsgreinafélag Austurlands, Verkalýðsfélag Reyðarfjarðar og Vökull Stéttarfélag, stóðu myndarlega að orlofsmálum fyrir sameiningu. Starf félagsins í orlofsmálum byggir því á þeirri stefnu og reynslu sem þessi félög höfðu.

Félagið á nú 23 sumarhús, þar af 19 á Einarsstöðum, tvö í Lóni og tvö á Illugastöðum í Fnjóskadal. Ennfremur hefur félagið leigt bústaði t.d. á Dalasýslu, Snæfellsnesi, Vesturlandi og Suðurlandi yfir sumarmánuðina fyrir félagsmenn. Þessu til viðbótar á félagið 14 íbúðir, þar af þrjár á Akureyri og 11 í Reykjavík. Þá hefur félagið haft til afnota íbúð á Spáni. Félagið hefur boðið upp á niðurgreiðslu ferða með Norrönu, flugi til Danmerkur, tjaldvagnaleigu, Spalarmiða  og boðið gistiávísanir hjá Forrhótelum og Edduhótelunum.

Félagsmenn AFLs hafa nýtt þjónustu félagsins vel og er nýting íbúða um 80 – 90% og sumarhúsa 90 – 100%.  Þá hafa t.d. gistiávísanir Edduhótela verið mikið nýttar svo og Spalarmiðar í Hvalfjarðargöngin.

Félagið þarf sífelt að vera í stefnumótun og t.d. taka afstöðu til:

  • Verður tekið upp punktakerfi við úthlutun úr orlofssjóði?
  • Ætlar félagið að stefna að því að auka eignarhlut sinn á Einarsstöðum?
  • Stefnir félagið á að eignast bústaði annars staðar á landinu eða verður stefnt að leigubústöðum?
  • Verður stefna félagsins til framtíðar í þá átt að frekar verða gefnar út orlofsávísanir en orlofshúsum úthlutað?
  • Stefnir félagið á sérstakar skipulagðar orlofsferðir fyrir félagsmenn?

Þessar spurningar hafa allar komið upp á almennum félagsfundum og það verður stjórnar félagsins og stjórnar Orlofssjóðs að móta tillögur og leggja fyrir félagsmenn.

Félagsmönnum sem áhuga hafa á að koma að stefnumótunarvinnu félagsins í orlofsmálum er bent á að hafa samband við This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða næstu skrifstofu félagsins.