Í morgun lauk atkvæðagreiðslu um nýlega gerðan skammtímasamning við sveitarfélögin sem gildir út mars á næsta ári.
Atkvæðagreiðslan var sameiginleg meðal allra 18 félaga Starfsgreinasambandsins sem að samningum stóðu og stóð hún yfir frá 14. til 26. september. Á kjörskrá voru 5.950 manns og var kjörsókn 14,62%. Já sögðu 684 eða 78,62%. Nei sögðu 144 eða 16,55%. 4,83% tóku ekki afstöðu. Sjá samninginn og viðbæturnar hér - Einnig aðgengilegur hér 76-fundur samstarfsnefnd SGS frá 13 sept. 2023
Starfsdagur starfsmanna grunnskóla á félagssvæði AFLs stendur nú yfir á Reyðarfirði. 50 - 60 starfsmenn grunnskólanna - allt frá Hornafirði til Vopnafjarðar eru mættir á þennan atburð. Vönduð dagskrá er fram eftir degi en honum líkur svo með kvöldverði áður en fólk heldur til síns heima- sumt hvert um langan veg.
Í hádeginu í dag var gengið frá kjarasamningi aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins við sveitarfélögin. AFL er aðili að samningum sem gildir frá 1. október n.k. til 31 mars 2024
Samningurinn fer nú í kynningu og atkvæðagreiðslumeðal félagsmanna sem taka kjör eftir honum.
Í dag kynnti Síldarvinnslan áform um lokun á bolfiskvinnslu á Seyðisfirði en í dag starfa um 30 starfsmenn við vinnsluna. Þar með er líklegt að "frystihúsarekstur" á Seyðisfirði leggist af eftir áratuga samfellda sögu.
Fiskimjölsverksmiðja SVN verður áfram rekin á Seyðisfirði og togarinn Gullver gerðu út - þó að landanir flytjist eflaust annað.
AFL Starfsgreinafélag mun boða fund með starfsfólki á næstu dögum. Það er lítið sem félagið eða aðrir aðilar geta gert til að hafa áhrif á þessa ákvörðun SVN en félagið mun heyra í starfsfólki og kanna hvort unnt verður að aðstoða það í kjölfar þessarar ákvörðunar.
AFL hefur verið í sambandi við Vinnumálastofnun á Austurlandi vegna þessarar fréttar og munu þessir aðilar stilla saman strengi hvað varðar ráðgjöf og aðra aðstoð sem félagsmönnum stendur til boða.