AFL starfsgreinafélag

Mismunandi réttur

Réttur félagsmanna AFLs til sjúkradagpeninga getur verið mismunandi eftir því hvaða kjarasamningi starfsmaðurinn fær greitt.


Dagpeningagreiðslur eru þær sömu (80% af heildarlaunum sambr. meðaltal síðustu 6 mánaða – sjá reglugerð Sjúkrasjóðs AFLs eða að ákveðnu hámarki sem breytist samkvæmt launavísitölu), en dagafjöldi getur verið breytilegur.


Þessi mismunur byggir á mismunandi iðgjaldi sem greitt er til sjúkrasjóðsins eftir því hvaða kjarasamningi er unnið eftir – og mismunandi veikindarétti hjá þeim fyrirtækjum og stofnunum sem unnið er hjá. Almennt er veikindaréttur mun lengri hjá sveitarfélögum og ríkisstofnunum en á almenna markaðnum og réttur hjá sjúkrasjóði félagsins því styttri.


Í greinum 12.1-12.4 í reglugerð Sjúkrasjóðs AFLs er við það miðað að réttur sé 180 dagar (120 vegna veikinda barna eða maka) og miðast það við að greitt sé 1% af heildarlaunum félagsmanns til sjúkrasjóðsins.
Í grein 12.7 segir að þessir dagar skerðist í sama hlutfalli við lægra iðgjald.


Réttur félagsmanna AFLS til sjúkradagpeninga er því eftirfarandi:

Félagsmenn á almenna markaðnum (verkafólk, iðnaðarmenn og verslunarmenn) 120 dagar.
Sjómenn 120 dagar.
Félagsmenn er starfa hjá Ríkinu 90 dagar.
Félagsmenn er starfa hjá sveitarfélögum 40 dagar  (sjá þó næsta lið).
Félagsmenn er starfa hjá Hornafjarðarbæ og Breiðdalshreppi 60 dagar.