AFL starfsgreinafélag

GT - málið vannst - hvar er ábyrgðin?

Nordic Construction Line, lettneskt „skúffu“ fyrirtæki Gísla Sveinbjörnssonar og Trausta Finnbogasonar, eigenda GT verktaka ehf., hefur verið dæmt til að greiða 12 fyrrverandi starfsmönnum sínum laun á uppsagnarfresti og önnur vangoldin laun. Héraðsdómur Austurlands kvað upp dóm í dag, um ári eftir að málin komu upp. Lögmaður AFLs, Eva Dís Pálmadóttir hdl., stefndi fyrirtækjunum í mars sl. vegna brota á kjarasamningum. Brotin fólu meðal annars í sér að starfsmenn voru látnir kvitta fyrir móttöku hærri launa en þeir í raun fengu og féllst héraðsdómur á málatilbúnað starfsmannanna hvað þetta atriði varðar.

Nordic Construction Line, lettneskt „skúffu“ fyrirtæki Gísla Sveinbjörnssonar og Trausta Finnbogasonar, eigenda GT verktaka ehf., hefur verið dæmt til að greiða 12 fyrrverandi starfsmönnum sínum laun á uppsagnarfresti og önnur vangoldin laun. Héraðsdómur Austurlands kvað upp dóm í dag, um ári eftir að málin komu upp. Lögmaður AFLs, Eva Dís Pálmadóttir hdl., stefndi fyrirtækjunum í mars sl. vegna brota á kjarasamningum. Brotin fólu meðal annars í sér að starfsmenn voru látnir kvitta fyrir móttöku hærri launa en þeir í raun fengu og féllst héraðsdómur á málatilbúnað starfsmannanna hvað þetta atriði varðar.

Greiðslur sem NCL var dæmt til að greiða nú voru alls að upphæð um 3,5 milljónir en áður hafði GT / NCL viðurkennt greiðsluskyldu sína að upphæð 4,3 milljónir og greitt. Það voru því alls um 8 milljónir króna sem málið snerist um þrátt fyrir að mennirnir hafi aðeins verið við störf hér í skamman tíma. 

Málið vakti mikla athygli í fjölmiðlum í fyrra m.a. vegna deilna AFLs  við Vinnumálastofnun er gaf fyrirtækjunum lengri fresti, m.a. á grundvelli ábyrgðar er Arnarfell gaf út, en Arnarfell er gjaldþrota nú og getur ekki staðið við ábyrgðir sínar. Mun AFL því leita ráða hjá Vinnumálastofnun um það hvernig unnt verði að greiða mönnunum vangreidd laun.

Þann 6. október í fyrra sendi stjórn AFLs frá sér eftirfarandi ályktun:

Ályktun frá stjórn AFLS Starfsgreinafélags.
 
Stjórn AFLs Starfsgreinafélags fordæmir frest þann sem forstjóri Vinnumálastofnunar gaf á vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar, til þess að óskráðir starfsmenn héldu áfram vinnu sinni.

Stjórnin sættir sig ekki við slíkar undanþágur eins og gefnar hafa verið síðustu daga til GT verktaka og Hunnebeck Polska og niðurstaðan í málinu í dag þann 6. september er slík að stjórn félagsins treystir ekki Vinnumálastofnun til að verja rétt launafólks í landinu.

Félagið bendir á frestur sá sem gefinn var í dag var veittur á grundvelli launaseðla sem gefnir eru út af fyrirtækinu, Nordic Construction line SIA með kennitöluna 999999-9999 á launamenn sem allir eru með kennitöluna 555555-5555. Þessi starfsmannaleiga er ekki  skráða starfsmenn  samkvæmt vef Vinnumálastofnunar. Ef þetta eru dæmigerð vinnubrögð forstjóra Vinnumálastofnunnar, sem sjálfur stóð að frestun aðgerða, er ljóst að verkalýðshreyfingin þarf sjálf að annast mál af þessu tagi í framtíðinni. Stjórnin furðar sig jafnframt á því hvaðan þetta fyrirtæki blandaðist inn í uppgjör mála fyrrgreindra fyrirtækja og Vinnumálastofnunar.

 
Stjórnin krefst þess að félagsmálaráðherra upplýsi nú þegar um það hvort að framkvæmdir við Kárahnjúka séu slíkt forgangsverk fyrir núverandi stjórnvöld að umsamsamin og lögbundinn réttur launamanna þar séu fótum troðinn.
Félagið áskilur sér allan rétt til að grípa til þeirra aðgerða sem til þarf til að launafólk á félagssvæðinu njóti þeirra lágmarksréttinda sem gilda í landinu.

 

GT verktakar ehf. voru á hinn bóginn sýknaðir af kröfum starfsmanna þrátt fyrir að lögmaður AFLs hefði reynt að sýna fram á að NCL, sem skráð er í Lettlandi og í eigu sömu manna og reka GT verktaka, væri í raun aðeins skúffufyrirtæki en ekki fyrirtæki í alvöru rekstri.

Málið  vakti  athygli ekki síst vegna stórmannlegra yfirlýsinga forráðamanna GT verktaka og Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar, sem sagði AFL ekki vinna vinnuna sína. Þá lét AFL ekki sitt eftir liggja í yfirlýsingum. Hér er tengill á yfirlýsingu er formaður AFLs og framkvæmdastjóri sendu frá sér í fyrra  - Ofurseldir græðginni.

Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, kom sjálfur á Kárahnjúkasvæðið til að kanna mál GT verktaka og gaf síðan mánaðarfrest til að ganga frá málum erlendra verkamanna sem starfað höfðu hér á landi óskráðir og utan við lög og rétt. Hann sagði síðan í útvarpsviðtali að gagnrýni AFLs væri óþolandi . Kveikjan að málinu var rútuslys í Bessastaðabrekku í Fljótsdal þar sem í ljós kom að fjölmargir þeirra sem leituðu til Heilbrigðisstofnunar Austurlands voru ekki skráðir inn í landið og því ótryggðir. Mál þessara manna hófst hins vegar með tölvupósti er þeir sendu til AFLs sjá hér Kostnað vegna læknishjálpar þeirra varð HSA að bera.Vinnumálastofnun gerði sérstakan samning við Arnarfell ehf. vegna  og óskráðu mannanna Sjá hér.

Það sem m.a. vakti athygli og kallaði á mótmæli AFLs Starfsgreinafélags var að "samningurinn" var aðeins um að GT verktakar og fleiri gerðu það sem lög sögðu fyrir um og að fyrirtækin áttu að vera löngu búin að. Þannig var vandséð um hvað samningurinn snerist eiginlega annað en þá það að Arnarfell gekk í ábyrgð fyrir því að starfsmenn fengju laun samkvæmt kjarasamningum. Arnarfell fór í þrot í janúar og hefur AFL innheimt á annan tug milljóna króna í vangoldin laun fyrir fyrrum starfsmenn Arnarfells en þær kröfur lentu á ábyrgðarsjóði launa. 

Mál þetta var einnig kært til lögreglu og hefur efnahagsbrotadeild hennar verið með það á sínum snærum. Því má við bæta að bæði lögregla og héraðsdómur Austurlands brugðust hratt og snöfurmannlega við í fyrra er málið kom upp og gengu skýrslutökur vel og hratt fyrir sig.

 

http://asa.is/index.php?option=com_content&task=view&id=205&Itemid=244  (ofurseldir græðginni )http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/09/07/afl_segist_ekki_treysta_vinnumalastofnun/
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item169106/