AFL starfsgreinafélag

Viljum uppsögn samninga!

"Þar sem forsendur  kjarasamninga eru brostnar að mati  ASÍ skorar stjórn og trúnaðarráð AFLs Starfsgreinafélags á samninganefnd Alþýðusambands Íslands að segja upp núgildandi kjarasamningi í samræmi við endurskoðunarákvæði hans. Gegndarlausar launahækkanir til æðstu embættismanna, þingmanna og annarra stjórnenda eru langt umfram það sem venjulegt launafólk fær og því eykst sífellt mismunun í samfélaginu.  AFL Starfsgreinafélag telur því rétt að segja upp samningum og freista þess að ná samningum við atvinnurekendur og ríkisstjórn um aukinn jöfnuð og réttlæti. Það er kominn tími á að stöðva græðgisvæðingu yfirstéttarinnar og snúa vörn í sókn."

Þetta varð niðurstaða á fundi stjórnar og trúnaðarráðs AFLs Starfsgreinafélags í gærkvöld þar sem um 40 félagar AFLs komu saman til að ræða viðhorf í kjaramálum.