AFL starfsgreinafélag

Vernd fyrir hnýsni

Hnysni

AFL hefur látið útbúa myndavélahlíf fyrir félagsmenn. Þetta er sett á fartölvur og þannig að unnt sé að loka fyrir myndavél og koma þannig í veg fyrir að óprúttnir aðilar eða forrit geti náð tökum á myndavélinni og verið þannig að njósna um einkalíf fólks og jafnvel að taka upp myndbönd af fólki án vitundar þess. 

Þessar litlu hlífar komu í takmörkuðu upplagi en eru til á skrifstofum félagsins á Reyðarfirði og Egilsstöðum en verða komnar á aðrar skrifstofur strax eftir helgi.  Það er einfalt að setja hlífina á - hún er límd á lokið á fartölvunni og síðan er hlífinni rent til hliðar þegar eigandinn vill nota myndavélina.  Á myndunum hér er hægt að sjá myndavélina opna og lokaða.