AFL starfsgreinafélag

Eingreiðslur ríki og sveitafélög

Eingreiðslur til félagsmanna sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum.
Vakin er athygli á eftirfarandi ákvæðum í kjarasamningum:

Sveitarfélög
Sérstök eingreiðsla, kr. 42.500, greiðist þann 1. febrúar 2019 hverjum starfsmanni í fullu starfi sem er við störf í desember 2018 og er enn í starfi í janúar 2019.
Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall í desember

Ríkið
Sérstök eingreiðsla, 45.000 kr., greiðist þann 1. febrúar til þeirra sem eru í fullu starfi í janúar 2019. Þeir sem eru í hlutastarfi og/eða hafa starfað hluta úr mánuði skulu fá hlutfallslega greiðslu.