AFL starfsgreinafélag

Sveitarfélögum stefnt fyrir félagsdóm

Langlundargeð aðildarfélaga SGS gagnvart sambandi sveitarfélaga er á þrotum vegna þvermóðsku sambandsins varðandi viðræður um jöfnun lífeyrisréttinda sem  ríki og Reykjavíkurborg hafa fallist á. Því ákvað formannafundur Starfsgreinasambandsins í dag að höfða mál fyrir Félagsdómi til að útkljá deilu við sambandið um túlkun samningsákvæðis um jöfnun lífeyrisréttinda frá 2009.