AFL starfsgreinafélag

Samningur við sveitarfélögin samþykktur

Félagsmenn AFLs Starfsgreinafélags samþykktu nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin í rafrænni atkvæðagreiðslu sem staðið hefur yfir síðustu daga.  Alls voru 673 félagsmenn á kjörskrá - þar af greiddu 233 atkvæði eða 34,62%.

Já sögðu 179 - eða 76,82%.  Nei sögðu 41 eða 17,60% en 13 skiluðu auðu ea 5,58%.

Önnur félög starfsgreinasambandsins luku einnig kosningu um helgina og er úrslit svipuð og hjá AFLi.  Kjörsókn SGS í heildina er 32,8% og já sögðu 80,55% að meðaltali þeirra 17 félaga sem greiddu atkvæði um samninginn.

Efling Stéttarfélag í Reykjavík átti ekki aðild að samningnum og á nú í kjaradeilu vegna endurnýjunar á sambærilegum samningi við Reykjavíkurborg.