AFL starfsgreinafélag
  • Orlof
  • Reglugerð
  • Fréttir
  • Yfirlýsing AFLs Starfsgreinafélags vegna yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilunum Hulduhlíð og Uppsölum

Yfirlýsing AFLs Starfsgreinafélags vegna yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilunum Hulduhlíð og Uppsölum

Hulduhlid 

Sú staða sem komin er upp við yfirtöku ríkisins á starfssemi hjúkrunarheimila Fjarðabyggðar er með öllu óásættanleg.  Starfsfólk býr við mikla óvissu og hefur mátt þola að starfsöryggi þess er fréttamatur í fjölmiðlum.

AFL Starfsgreinafélag krefst þess að fulltrúar Heilbrigðisstofnunar Austurlands og Hjúkrunarheimilanna taki þegar til starfa og gangi frá flutningi á ráðningarsambandi við alla starfsmenn og að þess verði gætt að starfsfólk haldi réttindum sínum og kjörum við tilflutninginn.

AFL vekur athygli á því að margir starfsmenn heimilanna eiga langan starfsaldur og að uppsagnarfrestur getur verið allt að sex mánuðir.  Félagið mun gæta hagsmuna félagsmanna sinna við þennan tilflutning.