AFL starfsgreinafélag

Bætt staða fiskvinnslufólks í hráefnisskorti

Um áramót taka gildi ný lög er bæta stöðu fiskvinnslufólks í hráefnisskorti. Í stað þess að fá aðeins greidd dagvinnulaun frá launagreiðanda getur fiskvinnslufólk sótt um að fá mismun dagvinnulauna og tekjutengdra atvinnuleysisbóta hjá Vinnumálastofnun. Lögin taka gildi 1. janúar 2008 og voru sett m.a. í kjölfar fundar er sviðsstjóri Matvælasviðs SGS og lögmaður SGS héldu með félags-og tryggingamálanefnd Alþingis fyrr í mánuðinum. Sjá lögin