AFL starfsgreinafélag

Starfsmenn ALCOA funda

Undirbúningur að stofnun Fulltrúaráðs starfsmanna ALCOA Fjarðaáls var haldinn í gær er um 20 kjörnir trúnaðarmenn, varatrúnaðarmenn, öryggistrúnaðarmenn og fulltrúar í samninganefnd starfsmanna, úr AFLi og Rafiðnaðarsambandi Íslands, héldu fund á Reyðarfirði.

Á fundinum var farið yfir ýmis álitamál er komið hafa upp milli fyrirtækisins og starfsmanna of AFLs/ RSÍ. Þá var kosin fimm manna stjórn til að fara með undirbúning að stofnun Fulltrúarráðsins. Í stjórn hlutu kjör:

Ásgeir Sigmarsson, trúnaðarmaður,

Þorsteinn Haraldsson, öryggistrúnaðarmaður,

Þorgeir Jónsson, samninganefnd Starfsmanna

Heimir Ólason, Rafiðnaðarsambandi Íslands+

Sverrir Albertsson, AFL Starfsgreinafélag

 Stjórn mun undirbúa stofnun Fulltrúaráðsins og semja drög að starfsreglum þess. Þá mun samninganefnd starfsmanna í samráði við trúnaðarmenn og félögin undirbúa viðræður við ALCOA en félögin hafa óskað eftir viðræðum um launalið og önnur atriði.