AFL starfsgreinafélag

Kjarasamningur við ríki samþykktur

Atkvæðagreiðslu um samkomulag Starfsgreinasambands Íslands f.h. aðildarfélaga sinna, við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, um breytingar á kjarasamningi aðila, sem skrifað var undir 26. maí s.l., lauk nú upp úr hádeginu. Samkomulagið var samþykkt. Alls voru 2.139 einstaklingar á kjörskrá. Atkvæði greiddu 677 eða 31,7%.  Já sögðu 616 eða 91,0%. Nei sögðu 55 eða 8,0%. Auðir og ógildir seðlar voru 6 eða 1,0%.
Félagsmenn AFLs sem starfa hjá ríkinu  tóku þátt í atkvæðagreiðslunni og er því kominn á nýr samningur við ríkið, en gildistími hans er stuttur, eða til 31. mars 2009.