AFL starfsgreinafélag

Stjórn og starfsfólk AFLs treystir böndin

MývatnUm síðustu helgi fór stjórn AFLs og starfsfólk félagsins að Mývatni og eyddi saman helginni. Mikið álag hefur verið á starfsfólki og stjórn síðustu vikurnar m.a. vegna atvinnuástands á svæðinu og yfirstandandi efnahagshremmingum og þótti því tilvalið að efla samstöðu innan hópsins um leið og farið var í hefðbundið jólahlaðborð.

Ferðin hófst í jarðböðunum við Mývatn og síðan var gist á Hótel Gýg og snætt á Hótel Sel. Tíminn á Gýg var notaður til hópeflis og til að treysta félagsleg tengsl og bera saman bækur sínar.

Ferðin tókst í alla staði vel nema hvað ferðalangarnir misstu af jólasveinunum í jarðböðunum en að sögn eins stjórnarmanns kom það ekki að sök, þar sem nægir jólasveinar voru með í för.