AFL starfsgreinafélag

Vöffludagar hjá AFLi

AFL Starfsgreinafélag hélt góðan fund á laugardag þar sem rætt var um úrræði sem félagið gæti boðið atvinnulausum félagsmönnum upp á. Fundurinn var boðaður á Egilsttöðum og sóttu hann félagar frá Héraði og Djúpavogi.

Ákveðið var m.a. að reyna að koma á vikulegum "vöfflufundum" á skrifstofunum á Egilsstöðum og Djúpavogi til að byrja með - og verða fyrstu vöffludagarnir á morgun, þriðjudag, kl. 10:00

Á fundinum á laugardag var rætt um þau úrræði sem í boði eru og ennfremur þá einangrun sem margir félagar okkar lenda í - eins og einn orðaði það "ég hélt að það væri bara ég sem væri atvinnulaus". Margir félagar okkar eru ekki að flíka því þegar atvinnan hverfur - og vita jafnvel ekki að maðurinn í næsta húsi glímir við sama vandamál.

Rætt var ýmsa möguleika sem hópurinn gæti nýtt sér - með aðstoð eða milligöngu AFLs Starfsgreinafélags. Aðallegar er þó stefnt að því að auka félagsleg tengsl fólks og sjá hvað kemur út úr því.