AFL starfsgreinafélag

- Röðun starfa í launaflokka.

 

Launaflokkur 1

Almennt verkafólk

Tímakaupsfólk á hótelum og veitingahúsum.

Sauðfjárslátrun S1 (Almennir starfsmenn í sláturhúsum).

 

Launaflokkur 2

Ræsting.

Vaktmenn.

 

Launaflokkur 3

Aðstoðarfólk í mötuneytum.

Almennt iðnverkafólk.

Starfsfólk í alifuglaslátrun.

Aðstoðarfólk án reynslu við tamningar.

Sauðfjárslátrun S2 (Vinna slátrara (skotmanna, skurðarborðsmanna,   fyrirristumanna,

fláningsmanna, innanúrtökumanna) og vinna við gortæmingu á vömbum,   matráðskona

vinna í frystiklefum og við flutning á kjöti úr og í frystiklefa).

 

Launaflokkur 4

Starfsfólk í stórgripaslátrun.

Sauðfjárslátrun S3 (Starfsmenn með mikla starfsreynslu við slátrun,

sem lokið hafa sérstöku námskeiði, þar af að hluta bóklegu námi í   iðnskóla og verklegri

þjálfun í svína- og nautgripaslátrun í Hróarskeldu eða sambærilegu námi   innanlands að mati

samningsaðila).

 

Launaflokkur 5

Almennt fiskvinnslufólk.

Almennt starfsfólk við fiskeldi.

Almennt starfsfólk veitinga- og gistihúsa.

 

Launaflokkur 6

Sérhæft iðnverkafólk sem unnið getur sjálfstætt og fela má tímabundna   verkefnastjórnun

Sérhæft starfsfólk í kjötvinnslu með námskeið, sjá skilgreiningu launaflokka.

Almennir sorphirðumenn

Almennir starfsmenn á vélaverkstæðum og í járn- og málmiðnaði.

Almennir byggingaverkamenn.

Matráðar.

Sérþjálfaðir starfsmenn hótela og veitingahúsa sem geta unnið sjálfstætt,   sýna

frumkvæði og  fela má tímabundna verkefnaumsjón.

Starfsmenn sem sinna útistörfum og afgreiðslu á bensínafgreiðslustöðum.

Verkamenn á smurstöðvum, ryðvarnarskálum og dekkjaverkstæðum.

Ræstingafólk í vaktavinnu.

 

Launaflokkur 7

Sérhæft fiskvinnslufólk.

Sérhæft starfsfólk við fiskeldi og hafbeit.

Starfsmenn á bensínafgreiðslustöðum sem jafnhliða sinna úti- og   kassastörfum og vinna að

staðaldri hluta hverrar vaktar við afgreiðslustörf í verslun og á kassa.

 

Launaflokkur 8

Sérþjálfaðir byggingaverkamenn.

Sérhæfðir sorphirðumenn.

 

Launaflokkur 9

Sérhæft fiskvinnslufólk með viðbótarnámskeið.

Sérhæfðir aðstoðarmenn iðnaðarmanna með mikla faglega reynslu.

Sérhæfðir aðstoðarmenn iðnaðarmanna með mikla faglega reynslu þ.m.t. á

járn- og vélaverkstæðum.

Vaktstjórar (kassamenn)  sem   sérstaklega eru ráðnir sem

umsjónarmenn á vakt auk þess að sinna sölu og kassastörfum.

Almennir starfsmenn afurðastöðva.

 

Launaflokkur 10

Matráðar sem stjórna einum eða fleiri aðstoðarmönnum.

Tamningamenn með reynslu

Tækjastjórnandi I.(stjórnendur lyftara með allt að 25 tonna lyftigetu,   m.v. 0,6 m hlassmiðju,

sem lokið hafa áskildu grunnnámskeiði skv. reglum nr. 198/1983 um   réttindi til að stjórna

vinnuvélum.

Stjórnendur vörubifreiða með meirapróf allt að 10 tonnum

 

Launaflokkur 11

Mjólkurbílstjórar.

 

Launaflokkur 13

Vinnuvélstjóri II (Stjórnendur vinnuvéla með fyllstu réttindi, mikla   starfsreynslu hjá viðkomandi fyrirtæki, við vinnu á stærstu tækjum og/eða   hlutdeild í stjórnun.

Stjórnendur  dráttarbíla.

Bifreiðastjórnendur sem annast fermingu og affermingu bifreiða, sem   flytja sekkjavöru s.s.

fóður, sement og áburð.

Bifreiðastjórar með tengivagn sem annast fermingu og affermingu bifreiðar   og tengivagns).

Stjórnendur vörubifreiða yfir 10 tonnum.

Bor- og hleðslumenn í jarðgöngum (borflokkur).

Olíubílstjórar.

 

Launaflokkur 17

Hópbifreiðastjórar.

Fiskeldisfræðingar frá Hólaskóla.

Tamningamenn með tveggja ára nám frá Háskólanum á Hólum eða eftir   sambærilegt nám.