AFL starfsgreinafélag

Til góðra verka

 

AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag AFL starfsgreinafélag

Almenningur situr síðan eftir með hærri þjónustugjöld og lægra þjónustustig.

 

 

míla

Með fyrirhugaðri sölu á dreifikerfi íslenska símakerfisins til erlendra fjárfesta er vegið að almannahagsmunum.  Fjárfestar um heim allan sækja mjög í að fjárfesta í svokölluðum innviðum – þ.e. grunnkerfum hvers samfélags af því þar eru tekjur öruggar og áhætta lítil. Uppbygging var kostuð af skattfé almennings en hagnaðurinn er einkavæddur.

Á Íslandi er starfrækt „þjóðaröryggisráð“ en fæstir vita hvað það ráð gerir.  Árið 2016 samþykkti  Alþingi „Þjóðaröryggisstefnu“ þar sem m.a. er fjallað um „netöryggi og „áframhaldandi uppbyggingu á eigin getu...“ og ennfremur „ógnum við fjármála-og efnahagsöryggi.“  Þrátt fyrir þessa stefnu hafa stjórnvöld setið aðgerðarlaus á meðan greiðslukortamiðlun á Íslandi hefur öll færst í eigu erlendra aðila og nú á meðan unnið er að sölu á grunnkerfi fjarskipta.

Stjórn AFLs Starfsgreinafélags krefst þess að stjórnvöld grípi þegar til aðgerða til að tryggja hagsmuni almennings og stöðvi þegar í stað fyrirhugaða sölu á einni helstu grunnstoðum nútímasamfélags úr landi og leysi kerfið þess í stað til sín og komi í almannaeigu eins það var uppbyggt.  Einnig að koma þegar í stað upp innlendri greiðslukortamiðlun í umsjón Seðlabankans.

Á sama hátt gerir stjórn AFLs þá kröfu til Þjóðaröryggisráðs og alþingis að skilgreindir verði hið fyrsta þeir grunnþættir samfélagsins sem falla undir þjóðaröryggi og almannahagsmuni og ráðstafanir gerðar til að hindra að með þá verði farið sem hvern annan varning á frjálsum markaði. Á þetta m.a. við um öll samgöngumannvirki, fjarskipti, heilbrigðisþjónustu og greiðslumiðlunarkerfi.

Grunnstoðir hvers samfélags hafa verið byggðar upp fyrir almannafé – oft af litlum efnum og með miklum fórnum almennings.  Einkavæðingaræði síðustu áratuga hafa fært þessa innviði í einkaeigu þar sem hagnaðurinn fer allur í vasa auðmanna. Yfirleitt eru þessir „innviðir“ í nánast einokunarstöðu á sínum markaði og samkeppni illmöguleg.

Frekari uppbygging og viðhald innviða er þá komið í hendur einkaaðila og vogunarsjóða frekar en sem stefnumótun stjórnvalda.  Þessi þróun hefur orðið víða um heim og hér á landi er fyrsti fasinn þegar hafinn með einkavæðingu símans og „ohf“ væðingu póstþjónustu og ríkisútvarpsins og hlutafélagavæðingu annarra ríkisfyrirtækja svo sem flugvalla landsins.  Auðmenn á Íslandi sem og erlendis bíða eftir að fá eignarhald á orkufyrirtækjunum og yfirleitt öllu því sem unnt er að hagnast á.

Almenningur situr síðan eftir með hærri þjónustugjöld og lægra þjónustustig.

Samþykkt á fundi stjórnar AFLs Starfsgreinafélags 28. október 2021

einn rettur logo 002            VIRK starfsendurhæfingasjóður     vertuaverdi