Afslættir
Félagið mun eins og að undanförnu bjóða upp á sumarbústaði víðsvegar um landið fyrir félagsmenn sína, sjá Orlofsmál bóka orlofseign og orlofsbækling.
Heimilisdýr eru almennt ekki leyfð í húsunum né á svæðunum.
Félagsmenn þurfa að sækja um sumarbústaði sem leigðir eru út yfir sumarmánuðina fyrir auglýstan tíma, úthlutað er samkvæmt úthlutunarreglum AFLs
Aðrar niðurgreiðslur sem er í boði, einungis ætlað félagsmönnum:
Hótel Edda.
Gerður var samningur við Eddu hótelin um ódýrari gistingu fyrir félagsmenn. Hægt er að kaupa gistiávísun á næstu skrifstofu AFLs, eða undir mínar síður - vefverslun, félagsmaður fær gistiávísunina senda á skráð netfang að greiðslu lokinni.
Bóka þarf gistingu símleiðis á viðkomandi Edduhóteli og tilgreina að greitt verði með gistiávísun, ekki bókanlegt á netinu.
Sjá nánar um Edduhótela
Fosshótel.
Gerður var samningur við Fosshótel um ódýrari gistingu fyrir félagsmenn. Hægt er að kaupa gistiávísun á næstu skrifstofu AFLs eða á vef félagsins undir mínar síður -vefverslun, félagsmaðurinn þarf sjálfur að bóka gistingu á viðkomandi hóteli og tilgreina að greitt verði með gistiávísun. Ekki bókanlegt á netinu.
Sé gistiávísunin notuð í maí, júní, júlí, ágúst og september skal greiða með tveim gistiávísunum fyrir hverja nótt. Athugið að tímabilin eru aðeins mismunandi milli hótela þ.e.s. hvenær krafist er tveggja ávísana t.d. hótelin í Reykjavík miða við sumartímabil (tvær ávísanir) frá 15. maí - 30. sept. en á lansbyggðinni er oft miðað við sumartímabil (tvær ávísanri) frá 1. júní - 31. ágúst. Spyrjast þarf fyrir á viðkomandi hóteli. Þetta ákvæði á ekki við sumarið 2020, dugir einn miði fyrir gistingu á þriggja stjörnu hótelunum, greiða þarf 5.000 kr. aukalega á fjögurra stjörnu hótelin og greiðist á staðnum.
Eitt barn 6. ára og yngra frítt í herbergi með foreldrum ef deilt er rúmi. Aukarúm fyrir 3 - 12 ára kostar er gjaldskylt
Sjá nánar um Fosshótel
Bed & Breakfast, Keflavik Airport ( Gistihús Keflavíkur).
Gerður var samningur við Gistihús Keflavíkur um gistingu fyrir þá sem eru á leið erlendis. Síma +354 4265000, gsm. 354 8992570. póstfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sýna þarf félagsskirteini á staðnum, ekki þarf að taka með sér gistiávísun frá stéttarfélaginu.
Verðtafla 2020
Innifalið í þessum verðum: Morgunverður, flugvallarskutla fyrir einstaklingsbókanir, VSK og Gistináttagjald
Afbókunar-/No Show-skilmálar: 48 klst. Rukkað er fyrir 1 nótt.
Barnaskilmálar: 6 ára og yngri gista frítt ef þau deila rúmi með forráðamönnum. Gildir einnig um morgunverð.
Aukarúm: Rimlarúm eru í boði, gestum að kostnaðarlausu. Ekki er hægt að bæta við fullorðinsrúmum á herbergjum hótelsins.
Hópar: Ef bókaður herbergjafjöldi er 10 eða fleiri, flokkast það sem hópabókun. Sérstaklega er samið um hópaverð hverju sinni og gilda aðrir skilmálar um þá.
Keahotels.
Samningur er við Keahotel um gistingu, um er að ræða gistingu á Hótel Kea Akureyri, Hótel Gígur Mývatnssveit, Skuggi Hotel, Reykjavík Light og Storm Hotel. Hægt er að kaupa gistiávísun á næstu skrifstofu AFLs eða á heimasíðu félagsins undir mínar síður - vefverslun, gistiávísunin er send á skráð netfang að greiðslu lokinni. Félagsmaður þarf sjálfur að bóka gistinguna í síma: 460-2000, og taka þarf fram að greitt verði með gistiávísun. Ekki bókanlegt á netinu.
Morgunverður af hlaðborði innifalinn á öllum hótelum Keahotela
Sjá nánar um Keahotels
Hótel Ísland
Samningur er við Hótel Ísland - Verð með morugnverði - Price includes breakfast.Gistiávísunin gildir einungis á skráðan félagsmann, sem greiðsla fyrir gistingu á Hótel Ísland.
Hægt er að kaupa gistiávísun á næstu skrifstofu AFLs eða á heimasíðu félagsins undir mínar síður - vefverslun. Ef greitt er fyrir gistiávísunina með korti berst gistávísunin með tölvupósti að greiðslu lokinni, sama á við ef greitt er með bankakröfu, um leið og krafan er greidd í banka berst gistávísunin í skráð netfang. Félagsmaðurinn þarf svo sjálfur að bóka gistinguna á Hótel Ísland https://app.cover.is/hotel-island/book/afl-stettarfelag#/ gefa þarf upp vísakortsupplýsingar sem tryggingu, gistiávísunin er notuð sem greiðsla á staðnum.
Skipuleggið ferðina vel - því breytingar á gistitegund þarf að staðgreiða á staðnum ef vitlaus gistiávísun hefur verið keypt.
Það eru 48 tíma afbókunarskilmálar og félagsmenn geta afbókað með því að hringja í síma 5957000
Ef félagsmaður mætir ekki á bókað hótel né gerir grein fyrir sér er dregið af greiðslukorti viðkomandi fyrir gistingu eina nótt.
Lambinn Öngulsstöðum.
Samningur er við Lambinn um ódýra gistingu í Eyjafirði. Hægt er að kaupa gistiávísun undir - mínar síður - vefverslun, eða á næstu skrifstofu AFLs. Félagsmaður fær gistiávísunina senda á skráð netfang að greiðslu lokinni, félagsmaður bókar sjálfur gistingu á Lambinn, tilgreina þarf að greitt verði með gistiávísun. Lambinn býður upp á þrjú herbergi með aðstöðu fyrir hunda sumarið 2020.
Sjá nánar um Lambinn
Fellihýsi/tjaldvagnar.
Félagið niðurgreiðir leigu á fellihýsum og tjaldvögnum til félagsmanna, um kr. 10.000.- gegn framvísun á löglegri kvittun frá leigusala.
Veiðikort
Eru niðurgreidd til félagsmanna, hægt er að fá þau á næstu skrifstofu AFLs eða á vefverslun AFLs undir mínar síður og velja hvar það er sótt eða fá það sent heim, sjá nánar um Veiðikortið.
Útilegukort.
Félagið niðurgreiðir útilegukort til félagsmanna og er þau seld á næstu skrifstofu AFLs. Hægt er að kaupa Útilegukort í vefverslun AFLs undir mínar síður og velja hvar það er sótt eða fá það sent. Útilegukortið er ætlað til nota á tjaldstæðum víðsvegar um landið, sjá nánar um Útilegukortið
Flugmiðar.
Samkomulag er við Flugfélagið Erni um ódýr flugfargjöld fyrir félagsmenn milli Hornafjarðar og Reykjavíkur. Hægt er að versla flugkóða undir mínar síður - vefverslun, eða á næstu skrifstofu AFLs, kóðinn er sendur á skráð netfang að greiðslu lokinni. Kóðinn ásamt kennitölu félagsmanns þurfa að koma fram við bókun hjá flugfélaginu Ernir. Athygli er vakin á því að sýna þarf félagsskírteini AFLs við innritun í flug.
Jarðböðin við Mývatn.
Félagsmenn í AFLi og fjölskyldur þeirra fá 15% afslátt af aðgangseyri (ekki veitingum). Sjá nánar um Jarðböðin