Úthlutunarreglur orlofshúsa
Orlofshús AFLs Starfsgreinafélags eru eingöngu til útleigu fyrir félagsmenn AFLs og gildir þá einu hvort um er að ræða greiðandi félagsmann, eldri borgara eða öryrkja, svo framarlega að viðkomandi hafi verið greiðandi til félagsins í 5 ár samfellt áður en viðkomandi hvarf af vinnumarkaði.
Orlofshúsin skulu auglýst til sumarleigu eigi síðar en 15. apríl. Úthlutun skal fara fram eigi síðar en 15. maí.
Félagsmenn skulu sækja um eina sérstaka viku, og hafa rétt til að tilgreina eina viku til vara hvort heldur sem er á sama stað eða öðrum.
Sækja skal um undir "mínar síðu"
Þeir félagsmenn sem ekki hafa fengið úthlutun síðastliðin þrjú ár hafa forgang.
Ef of margar, jafnréttháar, umsóknir berast um sömu viku á sama stað skal úrdráttur ráða.
Leigugjald skal greitt eigi síðar en tveimur vikum eftir úthlutun. Þeim vikum sem ekki hefur borist greiðsla fyrir innan tveggja vikna frá úthlutun, skal úthlutað aftur.