AFL starfsgreinafélag

Orlofsuppbót

Upphæðir orlofsuppbóta

Upphæð orlofsuppbótar fer eftir því hvaða kjarasamningi er unnið eftir. 


Starfshópur    2023   Greiðsludags.
Verkamenn (hótel og veitingast.)     56.000 kr 1. juní
Iðnaðarmenn   56.000 kr 1. júní
Iðnnemar   56.000 kr 1. júní
Starfsmenn sveitarfélaga   55.700 kr 1. maí
Starfsmenn ríkisstofnana   56.000 kr 1. júní
Alcoa Fjarðarál  201.300 kr 1. júní
Verslunar og skrifstofufólk   56.000 kr 1. juní
Starfsmenn á bændabýlum   56.000 kr 1. juní
Starfsmenn á/við línu og net   56.000 kr .

Réttur til orlofsuppbótar:


Almenni markaðurinn, verkafólk, verslunar og skrifstofufólk 
Uppbótin greiðist þann 1. juní miðað við starfshlutfall og starfstíma á árinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi 1. viku í maí
Orlofsuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum. Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótanna.


Starfsmenn hjá sveitarfélögum
Starfsmaður í 100% starfshlutfalli fær greidda persónuuppbót 1. maí og 1. desember ár hvert. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag.Hafi starfsmaður gengt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt  hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.  Hafi starfsmaður látið af störfum á árinu vegna aldurs skal hann fá greidda persónuuppbót hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma.  Sama hlutfallsregla gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu vinnuveitanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs sbr. 8. gr. laga nr. 95/2000. Sjá einnig gr. 11.1.8.  Persónuuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins. Á persónuuppbót reiknast ekki orlofslaun. Áunnin persónuuppbót skal gerð upp við starfslok starfsmanns


Sjómenn fá ekki greidda orlofsuppbót.


Starfsmenn hjá Ríkinu
Þann 1. júní skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl fá greidda orlofsuppbót, greidd er full uppbót til þeirra sem verið hafa í fullu starfi næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Þeir starfsmenn sem látið hafa af störfum á orlofsárinu eftir a.m.k. 3 mánuði (13 vikur) samfellt starf fá greitt hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall.


Alcoa Fjarðarál
Uppbótin greiðist með maílaunum og  miðað við starfshlutfall og starfstíma á árinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi 1. maí. Orlofsuppbót innifelur orlof, er föst tala og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum.


Starfsmenn á bændabýlum
Heimilt er að greiða desember- og orlofsuppbót jafnharðan óski starfsmaður eftir því, enda sé gengið frá því í ráðningarsamningi. Ofan á mánaðarlaun kemur þá hlutfall af desember- og orlofsuppbót miðað við full starf 173,33 klst. á mánuði. Á árinu 2022 kr. 83,89 á klukkustund.