AFL starfsgreinafélag

Menntasjóður IMA

Skilyrði sem félagsmaður þarf að uppfylla til að eiga rétt á styrk úr Menntasjóð IMA: Félagsmaður sem unnið hefur fullt starf í a.m.k. 6 mánuði af síðustu 12 og greitt til AFLs. Greitt er hlutfallslega fyrir fólk í hlutastörfum. Styrkir eru greiddir út eftir að námi/námskeiði er lokið. Fylla þarf út umsóknareyðublað og skila ásamt reikningi og staðfestingu á að námi sé lokið. Umsókn þarf að berast stjórn sjóðsins innan 12 mánaða frá því að námi/námskeiði lauk. Sá sem hverfa þarf tímabundið af vinnumarkaði af ástæðum sem valda því að ekki ber að skila tryggingagjaldi af launum hans, heldur í allt að 12 mánuði þeim rétti til  starfsmenntunarstyrks sem hann hafði áunnið sér hjá sjóðnum. Að 12 mánuðum liðnum, frá því hann hvarf af vinnumarkaði, fellur réttur hans að fullu niður. Foreldrar í fæðingar- eða foreldraorlofi geta nýtt sér áunnin rétt skv. 1. gr. ef þeir velja að greiða stéttarfélagsgjöld á meðan á orlofi stendur. Atvinnulausir félagsmenn halda áunnum rétti sínum eins og hann var við starfslok ef þeir velja að greiða stéttarfélagsgjöld af atvinnuleysisbótum.


Hve mikið er greitt ?
Endurgreitt er að hámarki kr. 130.000 af kostnaði við náms/námskeiðs á ári. Miða skal við almanaksárið. Aldrei er þó greitt meira en sem nemur 90% af námskostnaði.


Félagsmenn geta safnað rétti sem tekinn er allur í einu.
Félagsmenn sem ekki hafa nýtt sér rétt sinn síðustu tvö ár eiga rétt á styrk allt að kr. 260.000,-  eða síðustu þrjú ár eiga rétt á allt að kr. 390.000,- eins og verið hefur fyrir eitt samfellt nám eða námskeið samkvæmt nánari reglum sjóðsins. Uppsafnaður réttur skerðist ekki hafi félagsmaður fengið styrk undir kr. 50.000,- á tíma uppsöfnunar. Sá styrkur kæmi þó til frádráttar frá hámarki.


Styrkhæft nám:
Allt nám og námskeið á sviði fag og tæknigreina, félagsmálanám svo og almennt nám og tómstundanám er styrkhæft.


Ferðastyrkir
Sæki félagsmaður fagnámskeið á sínu sviði fjarri heimabyggð veitir sjóðurinn eftirfarandi styrki:
• Ferðastyrkur kr.10.000 fyrir þá sem búa 40 km. eða fjær frá námskeiðsstað.
• Ferðastyrkur kr. 17.000 fyrir þá sem búa 80 km. eða fjær frá námskeiðsstað.
• Ferðastyrkur kr. 25.000 fyrir þá sem búa 120 km. eða fjær frá námskeiðsstað
• Endurgreiðsla flugfargjalda 50% af fargjaldi gegn framvísun kvittunar þó að hámarki 50.000 krónur á almanaksári.


Tómstundastyrkir
Sjóðurinn veitir einstaklingsstyrki vegna frístunda-/tómstundanámskeiða og verður endurgreiðsla vegna þeirra 80% af kostnaði en aldrei hærri en kr. 30.000 á ári og dregst jafnframt af heildar upphæð einstaklingsstyrks sem er kr.130.000 á ári.


Menntasjóðurinn greiðir ekki styrki:
Vegna náms sem atvinnurekanda greiðir


Breyting á starfsreglum
Reglur þessar geta tekið breytingum samkvæmt ákvörðun stjórnar sjóðsins hverju sinni.

Gildir frá 1. janúar 2022.