AFL starfsgreinafélag

Endurgreiðsla

Reglur vegna endurgreiðslu við afbókun orlofsíbúða og orlofshúsa.


Vegna orlofsíbúða.
 
Endurgreiðsla er því aðeins heimil að eitthvað neðangreindra atriða eigi við:

 

 • Veikindi í fjölskyldu – átt er við maka eða börn eða aðra mjög nákomna ættingja.
 • Dauðsfall í fjölskyldu – átt er við foreldra leigutaka, systkini, maka eða börn leigutaka.
 • Ófært er á þjóðvegum eða flug fellur niður.

Endurgreiðsla er háð eftirfarandi skilyrðum:

 • Ef leiga er afbókuð 5 – 2 virkum dögum áður en leigutímabil hefst er heimilt að endurgreiða leigu að fullu enda tekst að leigja íbúðina aftur.
 • Ef leiga er afbókuð 5 – 2 virkum dögum fyrir leigutímabil en ekki tekst að leigja íbúðina aftur – endurgreiðist leiga af frádregnum kr. 2.000,-. Sama gildir ef ekki er unnt að endurleigja allt tímabilið – þá endurgreiðist leiga að frádregnum kr. 2.000,-.
 • Ef leiga er afbókuð innan 2ja virkra daga frá upphafi leigutímabils er heimilt að endurgreiða leiguna að frádregnum kr. 2.000,-.
 • Ekki er endurgreitt vegna daga leigutímabils er liðnir eru þegar tilkynning um afbókun berst.
 • Ekki er endurgreitt vegna helgarleigu þegar afbókun berst eftir kl. 15:00 föstudaginn sem helgarleigan hefst.
 • Endurgreiðsla vegna ástæðna sem ekki er getið um í grein 1.a. er óheimil.
 • Ósk um endurgreiðslu skal setja fram skriflega eða í tölvupósti og skal fylgja skýring með og vísun í ástæður skv. Grein 1.a. Félagið áskilur sér rétt til að kalla eftir læknisvottorðum og/eða vottorði vegagerðar eða annarra gagna ef þurfa þykir.

Aðrar ástæður.

 • Afbóki félagsmaður íbúðarleigu af ástæðum sem ekki greinir í 1. grein en óskar samt sem áður eftir endurgreiðslu á leiguverði, skal viðkomandi senda skriflegt erindi á framkvæmdastjóra félagsins sem leggur það fyrir stjórn orlofssjóðs á næsta fundi. Sama gildir ef félagsmaður af öðrum ástæðum sættir sig ekki við afgreiðslu starfsmanna félagsins á ósk um endurgreiðslu.

Vegna orlofshús

 • Sömu reglur gilda vegna leigu orlofshúsa utan úthlutaðra tímabila, s.s. sumar og páska.
 • Vegna sumarleigu og leigu um páska er leiguverð endurgreitt berist afbókun minnst 14 dögum áður en leigutímabil hefst enda takist að leigja húsið aftur.
 • Afbókun leigu innan 14 daga er heimil ef atriði í grein 1 eiga við, að frádregnum kr. 5.000,-