AFL starfsgreinafélag

Endurgreiðsla

Reglur vegna endurgreiðslu við afbókun orlofsíbúða og orlofshúsa.

Vegna orlofsíbúða.
 
Endurgreiðsla er því aðeins heimil að eitthvað neðangreindra atriða eigi við:

 • Veikindi í fjölskyldu – átt er við maka eða börn eða aðra mjög nákomna ættingja.
 • Dauðsfall í fjölskyldu – átt er við foreldra leigutaka, systkini, maka eða börn leigutaka.
 • Ófært er á þjóðvegum eða flug fellur niður.

Endurgreiðsla er háð eftirfarandi skilyrðum:

 • Ef leiga er afbókuð 5 – 2 virkum dögum áður en leigutímabil hefst er heimilt að endurgreiða leigu að fullu enda tekst að leigja íbúðina aftur.
 • Ef leiga er afbókuð 5 – 2 virkum dögum fyrir leigutímabil en ekki tekst að leigja íbúðina aftur – endurgreiðist leiga af frádregnu staðfestingargjaldi. 
 • Ef leiga er afbókuð innan 2ja virkra daga frá upphafi leigutímabils er heimilt að endurgreiða leigu að hluta. Staðfestingargjald er ekki endurgreitt og ekki leigudagur ef tilkynnt er um forföll daginn sem leiga hefst.  Ef helgarleiga fellur inn í upphaf leigu - er hún ekki endurgreidd.
 • Ekki er endurgreitt vegna daga leigutímabils er liðnir eru þegar tilkynning um afbókun berst.
 • Ekki er endurgreitt vegna helgarleigu þegar afbókun berst eftir kl. 15:00 fimmtudag fyrir leigu..
 • Endurgreiðsla vegna ástæðna sem ekki er getið um í grein 1.a. er óheimil.
 • Ósk um endurgreiðslu skal setja fram skriflega eða í tölvupósti og skal fylgja skýring með og vísun í ástæður skv. Grein 1.a. Félagið áskilur sér rétt til að kalla eftir læknisvottorðum og/eða vottorði vegagerðar eða annarra gagna ef þurfa þykir.
 • Endurgreiðsla v. jóla-og áramótaleiga.  Eftir að  frestur til að greiða leigu að fullu er liðinn - eru leigur um jól og áramót ekki endurgreiddar nema unnt sé að endurleigja íbúðina. 

Aðrar ástæður.

 • Afbóki félagsmaður íbúðarleigu af ástæðum sem ekki greinir í 1. grein en óskar samt sem áður eftir endurgreiðslu á leiguverði, skal viðkomandi senda skriflegt erindi á framkvæmdastjóra félagsins sem leggur það fyrir stjórn orlofssjóðs á næsta fundi. Sama gildir ef félagsmaður af öðrum ástæðum sættir sig ekki við afgreiðslu starfsmanna félagsins á ósk um endurgreiðslu.

Vegna orlofshús

 • Sömu reglur gilda vegna leigu orlofshúsa utan úthlutaðra tímabila, s.s. sumar og páska.
 • Vegna sumarleigu og leigu um páska er leiguverð endurgreitt berist afbókun minnst 14 dögum áður en leigutímabil hefst enda takist að leigja húsið aftur.
 • Afbókun leigu innan 14 daga er heimil ef atriði í grein 1 eiga við, að frádregnum kr. 5.000,-

(Þannig samþykkt af stjórn AFLs Starfsgreinafélags - síðast breytt 21. janúar 2019)