AFL starfsgreinafélag

Umgengnisreglur:

Sími í umsjónaranns í neyðartilfellum 4700340
Útköll utan dagvinnutíma (16–08) geta valdið aukakostnaði fyrir leigutaka. Kynnið ykkur reglur þar að lútandi.


orlofsíbúða félagsins á Akureyri

Leigjandi ber ábyrgð á íbúðinni og öllum búnaði hennar meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta það tjón sem verða kann af hans völdum, eða þeirra sem á hans vegum dveljast í íbúðinni á leigutímanum.

Vinsamlega hafið eftirfarandi í huga áður en þið yfirgefið íbúðina.
1. Fara með rusl í sorpgeymslu
2. Taka úr uppþvottavél
3. Taka utan af rúmum og setja í körfu í þvottahúsi
4. Sjá um að hver hlutur sé á sínum stað
(Ef umgengni er ábótavant að mati umsjónarmanns er áskilinn réttur til að innheimta viðbótargjald eða beita öðrum viðurlögum!)

Ekki er leyfilegt að hafa með sér heimilisdýr í íbúðina og reykingar eru að sjálfsögðu stranglega bannaðar.

Íbúðin er í fjölbýlishúsi og ber leigjendum að virða rétt annarra íbúa til heimilisfriðar í samræmi við lög og reglur sem gilda um fjölbýlishús
(Brot á þeim reglum geta varðað brottvísun úr íbúðinni!)

Munið að íbúðin er sameign okkar allra og að sjálfsögðu  göngum við vel og snyrtilega um og förum vel með eigur okkar.


 

orlofsíbúðum félagsins i Reykjavík

Leigjandi ber ábyrgð á íbúðinni og öllum búnaði hennar meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til þess að bæta það tjón sem verða kann af hans völdum, eða þeirra sem á hans vegum dveljast í íbúðinni á leigutímanum.

Vinsamlega hafið eftirfarandi í huga áður en þið yfirgefið íbúðina.
1. Fara með rusl í sorpgeymslu
2. Taka úr uppþvottavél
3. Taka utan af rúmum og setja í körfu í þvottahúsi
4. Sjá um að hver hlutur sé á sínum stað
(Ef umgengni er ábótavant að mati umsjónarmanns er áskilinn réttur til að innheimta viðbótargjald eða beita öðrum viðurlögum!)

Ekki er leyfilegt að hafa með sér heimilisdýr í íbúðina og reykingar eru að sjálfsögðu stranglega bannaðar.

Íbúðin er í fjölbýlishúsi og ber leigjendum að virða rétt annarra íbúa til heimilisfriðar í samræmi við lög og reglur sem gilda um fjölbýlishús
(Brot á þeim reglum geta varðað brottvísun úr íbúðinni!)

Munið að íbúðin er sameign okkar allra og að sjálfsögðu  göngum við vel og snyrtilega um og förum vel með eigur okkar.

Sólar ehf hefur hlotið Svansvottun  sem þýðir að fyrirtækið hefur ábyrga umhverfisstefnu og fylgir henni.  Öll ræstingarefni sem notuð eru í þessari íbúð eru valin með tilliti til áhrifa á náttúruna.

Starfsfólkið sem yfirfer íbúðina er í Stéttarfélagi Eflingar og Sólar ehf ábyrgist að staðið sé við kjarasamninga.