AFL starfsgreinafélag

Samningsdrög sjómanna

batar reydarf

Nú liggja fyrir drög að samningi Sjómannasambands Íslands og SFS.  Samningsdrögin kveða m.a. á um:

1. Kauptrygging hækkar um 127.000 - þ.e. allar hækkanir sem komið hafa á almenn laun koma á kauptryggingu.

2. Deilitala tímakaups verður 156 og tímakaup háseta 2.900

3. Sjómönnum verður gefinn kostur á að velja hvort framlag í lífeyrissjóð hækkar í 11,5%.  Við það lækkar skiptaprósenta í 69%.  Ávinningur háseta með 16 milljón króna árslaun eru um 500 þús kr. meira lagt í lífeyrissparnað en útborguð laun lækka um 110.000 á ári. (Hægt verður að velja "Tilgreinda séreign".

4. Skipt verður úr 100% aflaverðmætis - prósentan lækkar en niðurstaðan verður sú sama.

5. Veikindaréttur í skiptimannakerfi verður eins fyrir alla - burtséð frá ráðningarfyrirkomulagi.  Þeir sem eru t.d. á hálfum hlut alla mánuði fá  reglubundin laun í allt að 4 mánuði í veikindum.

6. Lengdarmæling skipa - öll ný skip og þau sem hægt er að koma í lengdarflokka.  Önnur skip fara í "sólarlagsákvæði" - þ.e. skiptakjör sem eru á þeim gilda á meðan þau veiða.

7. Fjölskipaveiði - sett verður inn ákvæði umhvernig á að gera samkomulag um fjölskipaveiði. Sennilega verður sameiginleg atkvæðagreiðsla allra um borð en við erum að knýja fram að það þurfi   3/4 allra um borð að samþykkja.  (Ath. - AFL er ekki 100% sátt við þetta fyrirkomulag en við virðumst vera ein um það - og höfum því gefið eftir gegn því að það verði aukinn meirihluti sem þarf að samþykkja.

8.  Við buðum 10 ára samning með endurskoðunarákvæði eftir 5 ár.  (ath. - frá 2011 höfum við haft gildandi kjarasamning í 3 ár en verið samningslaus í 8 ár.  Við metum það skárra að hafa gildandi samning með launaliðum í sjálfvirkri uppfærslu heldur en þetta samningsleysi sem við höfum mátt venjast.

 

Ath. - þeir sjómenn sem velja að auka lífeyrissparnað sinn fá um 400.000 kr. meira á ári í sinn hlut en hinir.  Við ráðleggjum yngri sjómönnum eindregið að setja viðbótarsparnaðinn í samtryggingarsjóð og auka þannig áfallatryggingu sína um 30%.  Við slys eða örorku mun það skipta miklu máli.  Sjómönnum sem eru komnir yfir 50 - 55 ára aldur er hægt að ráðleggja að velja tilgreinda séreign - nema þeir meti "áfallaáhættu" sína mikla - þá mun samtryggingasjóður vera betri kostur.

Sjómannamynd

 

Shift work?

ShiftWork

For work outside regular daytime working hours you get paid either overtime  pay or shift premiums. Shift premiums are significantly lower than overtime pay and therefore there are conditions set for when the payment of shift premiums is permitted.

The provisions for shift work may vary according to collective agreements
-union contracts.

The following is shared:
•The shift schedule must be presented with specific advance notice. This differs depending on the collective agreement-union contract.
• Shifts have a fixed beginning and a fixed end – it is not permitted to send people home from a shift and in that way save on wage expenses. A shift must always be paid in full.
• All work that is performed in excess of a determined end of shift must be paid as overtime work.
• All those who do shift work are entitled to winter holiday.
• All work in excess of 173 hours per month must be paid as overtime.

The most common violations of the provisions of collective agreements-union contracts:
• Shift schedules made without adequate advance notice.
• The shift schedule is presented far too late.
• The shift schedule is changed arbitrarily – even daily.
• Shifts start and end at different times.

If the employer does not meet the requirements for shift work an overtime pay rate must be
paid – this pay rate is 80% while shift premiums are 30% – 55%. (Differs according to collective
agreement-union contract and the time within each 24 hour period).

Provisions regarding shift work are different according to which collective agreement-union
contract is used. Therefore it is important to examine the relevant collective agreement-union
contract in order to see which rules apply.

The principal collective agreements-union contracts of the members of AFL
- Collective agreement between SGS and SA
- Collective agreement between SGS and SA for restaurants, places of accommodation, service providers, entertainment companies and corresponding activities
- Collective agreement between SGS and the Icelandic Association of Local Authorities
- Collective agreement between SGS and the Minister of Finance on behalf of the Treasury
(In addition there are several other agreements with smaller entities – see further details
on the association website)  www.asa.is

AFL Labour Union | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | Tel. 470 0300

Kjaramál

Sælir - eins og fram hefur komið í fréttum hefur slitnað upp úr viðræðum Sjómannasambandins og SFS.  Við vísuðum deilunni í vor til sáttasemjara í von um að hann kæmi einhverri hreyfingu á málin og ég hefði viljað að við værum komin lengra núna - svona rétt fyrir kosningar.  Ég sé ekki annað en að við förum að ræða verkfall á næstu vikum.  Hér að neðan er minnisblað frá SSÍ um gang mála og stöðuna núna.

Minnisblað af vettvangi samningamála.

Allan tíman í viðræðunum við SFS hefur strandað á auknu mótframlagi útgerðarinnar í lífeyrissjóði sjómanna, þ.e. 3,5% mótframlaginu sem almenni vinnumarkaðurinn fékk.

Útgerðarmenn hafa viljað fá kostnaðaraukann af auknu mótframlagi í lífeyrissjóð bættan að fullu með eftirgjöf á öðrum þáttum. Í því sambandi hafa þeir nefnt aukna þátttöku sjómanna í slysatryggingunni, þátttöku sjómanna í veiðileyfagjaldinu á útgerðina, lækkun skiptaverðmætisins til sjómanna, lækkun bóta slysatryggingarinnar þegar dlys er metið undir 15% örorku og síðast en ekki síst hafa þeir viljað búa til nýja reglu um nýsmíðaákvæði sem færði þeim ávinning frá því sem nú er.

Öllum þessum kröfum útgerðarinnar um auknar álögur á sjómenn fyrir lífeyrissjóðinn hefur ítrekað verið hafnað.

Þann 1. júlí síðastliðinn lögðu öll samtök sjómanna fram sameiginlega tillögu til SFS um lausn deilunnar um endurnýjun kjarasamninga. Eins og menn muna voru ekki allir sáttir við að þetta hafi verið gert, en hugmyndi var að setja fram gulrót fyrir SFS til að ganga til samninga. Í tölælögum sjómanna fólst:

1. Að kauptryggingin og aðrir kaupliðir hækkuðu í takt við það sem samið var um á almenna markaðnum í kjarasamningunum 2019. Frá 1. nóvember 2022 tæki kauptryggingin og  kaupliðirnir sömu breytingum og á sömu dagsetningum og samið verði um að laun á almenna markaðnum hækki.

2. Að skiptaverðmætishlutfallið yrði fest í 71% og olíuviðmiðið færi út.

3. Að mótframlag útgerðarinnar í lífeyrissjóð hækki um 3,5% stig, fari úr 8% í 11%.

4. Stærðarviðmiði í kjarasamningi yrði breytt úr brúttórúmlestum í skráningarlengd í metrum.

5. Gengið verði frá stöðluðu samningseyðublaði um fiskverð á uppsjávarveiðiskipum, upplýsingagjöf til Verðlagsstofu yrði bætt, m.a. vegna frystiskipa og nokkur önnur smærri atriðu yrðu lagfærð í núgildandi kjarasamningi.

6. Með framangreindum breytingum framlengdust samningar aðila til 31. desember 2026, þ.e. boðið var upp á rúmlega 5 ára samning gegn framangreindu.

SFS höfnuðu þessum hugmyndum sjómanna á fundi þann 12. júlí síðastliðinn og lögðu fram nýja tillögu og lögðu til að skiptaverð yrði fest í 70%, nýsmíðaákvæði kæmi inn í breyttri mynd útgerðinni til hagsbóta og að sjómenn greiddu 1/3 af kostnaði vegna slysatryggingarinnar.

Á fundi hjá sáttasemjara þann 20. júlí sl. var plagginu frá SFS frá 12. júlí hafnað. Jafnframt var skýrt tekið fram að þar sem sameiginlegum kröfum sjómanna var hafnað væru viðræðurnar komnar í fyrra horf, þ.e. að SSÍ færi sér með sín mál í samstarfi við FS, en VM, SÍ og SVG væru utan þeirra viðræðna.

Í lok þess fundar ákvað sáttasemjari að boða til næsta fundar þann 10. ágúst síðastliðinn. Á þeim fundi virtist vera áhugi hjá SFS á að klára málin á grundvelli sameiginlega tilboðs Samtaka sjómanna. Þó virtist ekki eining innan útgerðarhópsins um málið. Funur var boðaður þann 16. ágúst með öllum samtökum sjómanna og settir af stað vinnuhópar til að undirbúa samningagerðina. Vinnuhópur um stærðarmörk í kjarasamningi var endurvakinn, settur var á vinnuhópur um upplýsingar til VSS og staðlaða verðsamninga fyrir uppsjávarskipin þar sem verð til sjómanna væri hlutfall af afurðaverði. Einnig var settur vinnuhópur í að skoða slysatrygginguna og kostnað vegna slysa þar sem örorka væri metin undir 15%.

Á fundi þann 27. ágúst gerðu hóparnir grein fyrir störfum sínum. Vinnuhópurinn um staðlaða verðsamninga á uppsjávarskipunum og upplýsingagjöf til VSS höfðu ekki lokið störfum en vinnan var langt komin. Hópurinn um stærðarmörk fiskiskipa var búinn með sitt verk og á bara eftir að taka ákvarðanir til að ljúka því máli milli aðila. Varðandi slysatrygginguna hafa sjómenn að hreyfa við því máli og stendur það því allt fast, en eins og áður er það krafa útgerðarmanna að fá kostnað vegna aukins lífeyrisréttar greiddan að fullu með einhverjum hætti. Í kjölfar þessa fundar boðaði sáttasemjari þröngan hóp til fundar frá hvorum aðila til að reyna að finna flöt á lausn. Fundur var haldinn í hópnum í gær (30. ágúst) og reyndu útgerðarmenn að fá sjómenn til að samþykkja að gefa eftir varðandi örorkuna, ræddu um nýtt nýsmíðaákvæði o.þ.h. Öllum hugmyndum útgerðarinnar var hafnað. Annar fundur í þessum þrönga hópi verður á morgun (31. ágúst).

Ef útgerðarmenn hætta ekki tilraunum sínum til að ná kostnaði á móti lífeyrissjóðnum af sjómönnum er líklegt að upp úr slitni á fundinum á morgun. Þannig er staðan á þessari stundu.

Sjómenn eru tilbúnir til að festa skiptaverðið í 70% og lenga samningstímann í 6 ár gegn lífeyrissjóðnum, að því gefnu að kauptrygging og kaupliðir taki sömu breytingum og á almenna vinnumarkaðnum. Hins vegar eru sjómenn ekki tilbúnir að taka á sig kostna vegna slysatrygginga, skerða örorku undir 15% eða að taka upp nýtt nýsmíðaákvæði fyrir lífeyrissjóðinn. Næstu dagar skera úr um hvort verði samið eða hvort deilan fer í einhvern annan farveg.

Þú átt aukagreiðslu í febrúar - en færðu hana?

Í kjarasamningi Starfsgreinasambandsins (AFLs og annarra félaga) er ákvæði um "Félagsmannasjóð".  Sveitarfélögin og stofnanir þeirra greiða sem nemur 1,5% launa inná sérstakan sjóð í vörslu Starfsgreinasambands Íslands.  Þú átt inneign í þeim sjóði fyrir tímabilið febrúar 2020 - desember 2020.  Þessi inneign er til útgreiðslu núna 1. febrúar 2021.

Það verður ekki hægt að greiða út þessa inneign nema þú skráir bankaupplýsingar þínar á "mínar síður" hjá AFLi  www.asa.is  Þú getur skráð þig inn á mínar síður með rafrænum skilríkjum, íslykli eða lykilorði sem AFL úthlutar.

Verklag á þessu er þannig að AFL mun senda Starfsgreinasambandinu bankaupplýsingar allra sem unnið hafa hjá sveitarfélögum og stofnunum sveitarfélaga og koma fyrir á skilagreinum til AFLs á þessu tímabili.  Starfsgreinasambandið mun í kjölfarið greiða út inneign félagsmanna.

Við höfum síðustu vikur verið að safna bankaupplýsingum okkar félagsmanna - þar sem þær vantaði og þetta er lokahnykkurinn á því átaki.  Vinsamlega skráðu inn þínar bankaupplýsingar strax í dag.

Athugið - það þarf að skrá bankareikning sem þú átt sjálf(ur) - því kerfið okkar spyr bankakerfið í rauntíma og fær staðfestingu á að reikningur og kennitala passi saman.  

Þegar komið er inn á "mínar síður" þarf að fara í "breyta persónuupplýsingum" og þá er hægt að skrá inn bankaupplýsingar og svo netfang og farsíma.