Fljót­lega var hann far­inn að syngja með og rétti út arm­inn og öskr­aði „sieg heil“ - og þá gerði hann sér grein fyrir því að hann var far­inn að hríf­ast af hug­mynda­fræði sem honum var vits­muna­lega and­styggi­leg og bein­línis beind­ist að honum sjálfum og hans hags­mun­um. Þetta kemur fram í frá­sögn hag­fræð­ings­ins Eyal Winter og er upp­rifjun af æskuminn­ingum föður hans.

Þegar við fjöllum um stjórn­mál förum við oft­ast í rök­ræðu og látum sem stjórn­mál ráð­ist af skyn­semi og stað­reynd­um. Dólga­stjórn­mál – sem nú njóta vax­andi fylgis víða um heim - láta hins vegar stað­reynd­ir, sið­ferði og rök­semdir lönd og leið og byggja á til­finn­ing­um.

 

Rök vs. Til­finn­ingar

Sigur Bol­son­aro í for­seta­kosn­ingum í Bras­ilíu er nýjasta vís­bend­ingin um sig­ur­göngu dólganna í stjórn­málum heims­ins. Bol­son­aro er af sama meiði og Orbán í Ung­verja­landi, Putin í Rúss­landi og Trump í Banda­ríkj­unum og þeir eiga fjölda félaga. Þessir menn eru full­trúar nýrra tíma í stjórn­málum eða öllu heldur end­ur­vakn­ingar þjóð­ern­is­of­stopa og ofbeld­is­stjórn­mála.

Dólgarnir vaða uppi á grund­velli ein­faldrar hug­mynda­fræði og í skjóli þess að hefð­bundnir borg­ara­legir flokkar - bæði til hægri og vinstri - eru hug­mynda­fræði­leg þrota­bú. Innan hefð­bundnu flokk­anna situr fólk í eigin berg­máls­helli og sann­færir hvert annað um hversu gáfað það sé og hversu rétt­mætar og sið­legar hug­myndir þau hafa og hversu miklum árangri þau hafa náð. Á meðan halda dólgarnir fjölda­fundi með fólki og selja þeim hug­myndir og afla sér fylg­is. „Sið­legu“ stjórn­mála­menn­irnir tala ekki við fólk – heldur til fólks.

Dólga­stjórn­málin byggja á hug­mynda­fræði sem nær flugi – auð­meltri og gríp­andi. Því miður virð­ast þessar hug­myndir oftar byggja á nei­kvæðum gildum en jákvæð­um. Ótti og hatur eru þannig grunnur dólga­stjórn­mála en jafn­framt segj­ast dólgarnir hafa lausnir sem eru ein­faldar og skil­virk­ar.

„Make Amer­ica great aga­in“ er dæmi­gert slag­orð sem kveikir í fólki – snertir alla til­finn­inga­flet­ina. Brexit er annað dæmi þar sem kosn­inga­bar­áttan var á milli þjóð­ern­isstolts ann­ars vegar og rök­semda og stað­reynda hins veg­ar. Þjóð­ern­isstoltið vann. Vanda­málin eru Evr­ópu­sam­band­ið, klíkur og flótta­menn og stjórn­mála­el­ít­an. Lausnin – Bret­land fyrir Breta.

Óvin­irnir eru um allt – það þarf bara að velja. Inn­flytj­end­ur, flótta­menn, hommar, glæpa­menn, gyð­ing­ar, múslimar og stjórn­mála­menn. Það fer eftir aðstæðum á hverjum stað hverjir verða skot­mörk­in. Stór­karla­legar yfir­lýs­ingar selja líka. Byggjum veggi og múra, eyðum frum­skóg­inum og gerum landið okkar æðis­legt. Drepum glæpa­menn­ina og lokum „spilltu fjöl­miðl­un­um“.

Á meðan beita hefð­bundnu flokk­arnir fyrir sig rökum og töl­fræði og línu­rit­um. Þegar rök og til­finn­ingar keppa um athygli fólks vinna til­finn­ing­arnar næstum alltaf. Til­finn­ingar sem tengj­ast ótta um afkomu og von um fram­tíð eru sterkar og á þeim er hamr­að. Til­finn­ingar sem tengj­ast þjóð­erni og þar sem á ein­hvern hátt er reynt að upp­hefja suma á kostnað ann­arra skora feitt hjá sem upp­hafðir eru.

Dólgarnir hafa því miður oft nokkuð til síns máls. Þeir höfða til alþýð­unnar – verka­fólks og milli­stétt­ar. Fólks sem upp­lifir að „stjórn­mál­el­ít­an“ hafi yfir­gefið það. Alþýðu­fólk stendur frammi fyrir vanda­málum og ótt­ast fram­tíð­ina.

Stjórn­mála­fólk er frekar leið­in­legt fólk!

Störf þess eru í hættu vegna alþjóða- og tækni­væð­ingar og fólk hræð­ist að inn­flytj­endur taki störfin sem eftir verða – í skjóli frjálsrar farar launa­fólks. Afkoma fólks hefur versnað síð­ustu ár á meðan hinir ofur­ríku lifa í nán­ast ólýs­an­legum lystisemdum og öll auð­æfin eru að safn­ast á fárra hendur - allt saman vel falið í skatta­skjólum og leiðin þangað greið með „frjálsum fjár­magns­flutn­ing­um“.

Stjórn­mála­el­ítan – þessi mark­hópur hat­urs sem vel gengur að merkja sem skot­skífu – er mjög sam­leitur hóp­ur. Fólkið hefur sams konar mennt­un, umgengst sama fólk­ið, les sömu bækur og fræði­greinar og horfir á sama efni í fjöl­miðl­um. Þessi hópur sem hefur tekið að sér að stjórna sam­fé­lag­inu – lifir mjög ein­angr­uðu lífi og ágrein­ingur er einna helst í kringum kosn­ing­ar.

Flestir stjórn­mála­menn af hinum „hefð­bundna merg“ eru frekar leið­in­legt fólk. Það heldur yfir manni langar og leið­in­legar ræður stút­fullar af alls kyns stað­reyndum og vitnar í skýrslur og rýni­hópa máli sínu til stuðn­ings. En að það veki hjá manni von um betra sam­fé­lag er fjarri lagi.

Það má vera að það hafi mikið til síns máls – en það skiptir samt engu. Ein­hvern tíma voru skilti við þjóð­vegi ein­hvers staðar í heim­inum sem sögðu „það getur vel verið að þú sért í rétti – en þú ert samt dauð­ur­“.  

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri AFLs starfs­greina­sam­bands.