AFL starfsgreinafélag

Sterkari saman - 1. maí ávarp AFLs Starfsgreinafélags

1maiDjupiv 

Á Íslandi er í dag mikil velmegun. Glæsibílar seljast sem aldrei fyrr og flugfélög og ferðaskrifstofur anna varla eftirspurn. Krónan er sterk og kaupmáttur góður. Þetta er veruleikinn og af hverju segjum við ekki hlutina eins og þeir eru?

En það er galli á.

Lesa meira

Planning a summer job in Iceland?

afl 1250x3402

We will welcome you – but there are things you should know.  Almost everyone in Iceland is a union member – it´s a way of life here.  And the unions will safeguard your interest, negotiate your salary and advise you and guide you should there be problems at your place of work. There are also all other kinds of benefits.

Every autumn unions in Iceland get hundreds of cases of foreign seasonal workers who don´t get fully paid or are mistreated in some way. Some of these cases go all the way to the courts – free of charge for the foreign worker. That’s why you are a member a union.

Some employers will tell you that there is no need to become a union member. You should avoid those employers.  Others will try to decide which union you belong to – also beware of those. Unions in Iceland are organized geographically.

Also  - employers are obligated to deduct the union fee from your salary. If they don´t do that – what else are they also not honoring?

AFL Starfsgreinafélag is the union of Eastern Iceland. All the way from Skaftafell Nature Park and north to “Langanes”.  If you are working in this area – you should be a member of AFL.  Tell your employer right at the beginning that you are a member of AFL ;)

Write to us if you have questions. Our email is This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. and we read and write English, Scandinavian languages (Danish, Swedish and Norwegian), Polish and Serbian.  We are just an email away.

Remember that being a member of a union is our way of life.  That way we safeguard our salary and benefits – join us and let’s not stand divided. Come to Iceland as a friend. 

Fyrstu skref á vinnumarkaði - ekki láta svindla á þér

afl 1087x3203

Ungt fólk sem er að hefja þátttöku á vinnumarkaði hefur að ýmsu að gæta. Það er alltaf spenna þegar líður nær sumri og mikið keppikefli að fá góða sumarvinnu – og að sama skapi finnst unglingum erfitt að vera ágeng við væntanlegan launagreiðanda um „smáatriði“ varðandi sumarvinnuna.

En vinna er alvörumál og það er vont að selja hluta af lífi sínu og þekkja ekki alveg eigin kjör.  Sem betur fer eru flestir launagreiðendur heiðarlegt fólk sem fer eftir reglum og lögum. En svartir sauðir eru innan um og þá ber að varast. Hér að neðan eru helstu atriði sem hafa ber í huga varðandi sumarvinnuna.

Þú átt að fá LAUN fyrir þá vinnu sem þú vinnur, prufudagar án launa eru ólöglegir! 

JAFNAÐARKAUP er ekki til í kjarasamningum, bara dagvinna og yfirvinna eða vaktavinna með álagi! 

Allir nýir starfsmenn eiga að gera skriflegan RÁÐNINGARSAMNNING þar sem meðal annars þarf að koma fram ráðningartími, starf, uppsagnarfrestur, laun, lengd vinnudags, í hvaða lífeyrissjóðs er greitt og hvaða kjarasamning er stuðst við. 

Geymdu alla LAUNASEÐLA, á þeim skal sundurliða greiðslur, m.a. í dagvinnu,  yfirvinnu og stórhátíðarvinnu. Einnig skal allur frádráttur sundurliðaður. Orlofslaun skulu skráð á launaseðil ef við á. Einnig skal tiltaka áunnin frítökurétt. 

KJARASAMNINGAR tryggja lágmarksréttindi og segja hvaða laun og kjör þú átt að vera með að lágmarki. Þú getur samið um meiri rétt en getið er um í samningum. Kjarasamningar geta verið misjafnir. 

Fyrir hvern mánuð vinnur þú þér inn að lágmarki tvo daga í ORLOFSRÉTT sem oftast eru teknir út í fríi á orlofstíma samkvæmt kjarasamningum eða greiddir út við starfslok. 

Öllum 16 ára og eldri er skylt að greiða í LÍFEYRISSJÓÐ af öllum launum sínum. Launafólk á að greiða 4% af laununum í sjóðinn en atvinnurekandi greiðir 10% á móti (11,5% frá 1. júlí 2018). Þetta á að koma fram á launaseðlinum. 

Þegar þú hefur unnið í einn mánuð á sama stað öðlast þú rétt til LAUNA Í VEIKINDUM sem samsvarar tveimur dögum í mánuði. 

UPPSAGNARFRESTUR er gagnkvæmur. Það þýðir að þú hefur sama rétt til að segja upp starfi og hefur sömu skyldu til að virða uppsagnarfrestinn og atvinnurekandinn hefur, ef hann segir þér upp. Uppsögn skal vera skrifleg. Uppsagnarfrestur er misjafn eftir kjarasamningum. 

Ef þú ert í VAKTAVINNU áttu að fá greitt álag á kvöldin og um helgar. Þú átt að fá upplýsingar um hvenær þú átt að vinna með góðum fyrirvara, hvenær vakt hefst og hvenær henni lýkur. Þú átt að fá greitt fyrir vaktina þó þú sért send/ur heim fyrr. 

HAFNAÐU SVARTI VINNU. Því ef þú vinnur svart færðu ekki laun í sumarfríi eða þegar þú veikist eða slasast. Þú ert ekki tryggð/ur ef slys verða og þú verður af öllum réttindum sem fylgja því að vera launamanneskja. 

Svört vinna er ólögleg. 

VARASTU VERKTAKAVINNU. Athugaðu að verktakasamningar eru í flestum tilvikum óhagstæðir launafólki. Laun verktaka þurfa að vera allt að 70% hærri en launafólks til þess að verktaki hafi sambærileg réttindi og laun. 

Þú átt rétt á tveimur kaffitímum á dag, fyrir og eftir hádegi. Þú átt rétt á MATARHLÉI í klukkustund sem er þó ekki á launum, ef þú hefur aðgang að mötuneyti eða kaffistofu má stytta hádegishléið í hálftíma. 

Þú átt rétt á a.m.k. 11 klst. samfelldri HVÍLD á hverjum sólarhring en við mjög sérstakar aðstæður er heimilt að skerða hvíldina og eins vegna vaktavinnu og þá má hvíld fara niður í átta stundir. 

Almennt áttu rétt á tveimur FRÍDÖGUM í hverri viku en telst annar þeirra vera hvíldardagur og skal sá tengjast beint daglegum hvíldartíma. Þú átt því að fá 35 klst. samfellda hvíld einu sinni í viku.

SJÁLFBOÐAVINNA við efnahagslega starfsemi, framleiðslu og sölu á vöru eða þjónustu á markaði er ólögleg.

(tekið af vef Starfsgreinasambands Íslands  www.sgs.is

Félagssvæði AFLs Starfsgreinafélags er frá Skaftafelli og austur um land allt að Þórshöfn á Langanesi. Ef þú vinnur verkamannastörf, við umönnun, í ferðaþjónustu, verslun-eða veitingastað eða í byggingarvinnu, sjómennsku eða ótal önnur störf er AFL þitt stéttarfélag. Við erum aðeins einum tölvupósti frá þér  - sendu okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við getum svarað spurningum sem þú kannt að hafa.

Ef það vantar upp á launin þín, tímaskráning vitlaus eða önnur vandamál koma upp – þá leitarðu til okkar og við sjáum um málið.  Þess vegna ertu í stéttarfélagi.

DON´T Volunteer in Iceland - THINK AGAIN!

afl 1250x340 

Volunteering in Iceland? THINK AGAIN

Well think again!   You may be doing more harm than good - and hopefully that is not your intention.

For decades young people from all over the world have come to Iceland to volunteer in projects that focus on the preservation of nature?  We have welcomed these young people. They have given up their time and effort to assist us in preserving our rough and unforgiving nature.

However – in the last few years “volunteering” has been given a new meaning in Iceland and not such a pleasant one. In times of unemployment in Europe and elsewhere and in search of adventure and perhaps wanting something to put on one´s CV – people have been coming to Iceland to volunteer in places of business – doing regular work. Not saving the nature – but serving coffee. For free!

This is against everything we stand for. Working for the economic gain of someone should benefit both employer and worker.  Working for free is what slaves used to do and they didn´t choose their fate. Working for free is deflating the value of work – hurting regular people and benefitting the rich.

Perhaps your situation is such that you can afford to work for free one summer – but there are people who need this job and need to be paid for it.

Ok – this is the moral side of the story. There is also a legal side. By law in Iceland, every job has a guaranteed minimum wage and all jobs have obligations and benefits. We are sure that those soliciting for volunteer workers don´t always tell you everything:

  • Have you been informed that you must pay tax of your free board and housing?
  • Have you been informed that you need a work permit – even though you are “volunteering”?
  • Have you been informed that you are not covered by any of the health and social insurance programmes that everyone else in Iceland enjoys?

They Unions in Iceland negotiate General Agreements with the Federation of Employers, thereby setting a minimum wage for all jobs. The unions understand the concept of volunteering for the greater good – and we support our Red Cross volunteers that travel to disaster areas to help  - but we draw the line at regular businesses. If your volunteer work is for someone´s economic gain – you shouldn´t be doing it and please don´t act as you are doing anyone a favour.

Please remember that your “employer” is breaking the law and certainly contracts – playing unfair in the market place and basically just being greedy.  You can always change your mind and demand a salary – because an agreement about volunteer work in the workplace will not hold up in an Icelandic court of law. This union would be glad to represent you.

We are just an email away – This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  we read English, Scandinavian languages (Danish, Sweedish and Norwegian), Polish and Serbian.

Further information:

www.volunteering.is

Keðjuábygð verktaka. Hrakvinna

Peningaros

Hvað er hrakvinna?

„Hrakvinna“ er nýyrði sem Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, kynni á formannafundinum. Hrakvinna er þýðing á enska hugtakinu „precarious work“ en það er vinna við ótrygg ráðningarkjör og við óásættanlegar aðstæður. Ótrygg ráðningarkjör geta verið t.d. endurteknar tímabundnar ráðningar, hvers kyns skammtímaráðningar og/ eða svokallaðar starfsþjálfunarsamningar. Einnig vinna þar sem að- búnaður og öryggi er ekki samkvæmt reglum.

Hvað er keðjuábyrgð?

Keðjuábyrgð er svipuð og hefur t.d. gilt á virkjanasvæðum eins og við Kárahnjúka. Þar bar Landsvirkjun endanlega ábyrgð á því að greitt væri samkvæmt kjarasamningum og bar endanlega ábyrgð á aðbúnaði og öryggi. Þetta þýðir með öðrum orðum að aðilar geti ekki komið sér hjá ábyrgð á starfsmönnum með því einu að nota undirverktaka og starfsmannaleigur og kenna þeim svo um það sem aflaga fer – heldur væri aðalverktaki verks alltaf endanlega ábyrgur.