AFL starfsgreinafélag

Passaðu tímaskráninguna - ekki láta svindla á þér!

Timaskraning

Í langflestum tilvikum fær launamaður greitt fyrir vinnu sína á grundvelli þess tíma sem hann vinnur.  Atvinnurekandinn heldur utan um unninn tíma og greiðir samkvæmt því. Á sumum vinnustöðum er stimpilklukka, en annað fyrirkomulag annars staðar. 

Sem betur fer eru langflestir atvinnurekendur heiðarlegir, en það eru til undantekningar. Stálheiðarlegir atvinnurekendur geta líka gert óviljandi mistök. Þess vegna skalt þú sjálf(ur) líka halda utan um tímaskráninguna og bera saman við fjölda tíma á launaseðlinum. 

Þetta er hægt að gera á margan hátt. Það er hægt að skrifa á blað, vera með excel skjal eða eitthvað annað. Á skrifstofum AFLs er hægt að fá handhæga vinnutímabók sem passar vel í vasa.  Fyrir þá sem eiga snjallsíma er Klukk appið frá ASÍ þægilegast. Appið hjálpar þér að halda utan um tímana þína með einföldum hætti og hjálpar þér þannig að passa upp á að þú fáir rétt greitt fyrir vinnuna. Enginn getur séð upplýsingarnar um þig nema þú.

Hvar get ég náð í Klukk?

Klukk LOGO 

Klukk er sótt í App store og Play store. Hlekkirnir eru hér ef þú átt eftir að sækja Klukk.

Apple - Iphone 

Google - Android

Nánari upplýsingar um KLUKK á vef ASÍ

Félagssvæði AFLs Starfsgreinafélags er frá Skaftafelli og austur um land allt að Þórshöfn á Langanesi. Ef þú vinnur verkamannastörf, við umönnun, í ferðaþjónustu, verslun eða veitingastað eða í byggingarvinnu, sjómennsku eða ótal önnur störf er AFL þitt stéttarfélag. Við erum aðeins einum tölvupósti frá þér  - sendu okkur línu á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við getum svarað spurningum sem þú kannt að hafa.

Ef það vantar upp á launin þín, tímaskráning vitlaus eða önnur vandamál koma upp – þá leitarðu til okkar og við sjáum um málið.  Þess vegna ertu í stéttarfélagi.