AFL starfsgreinafélag

Iðan - reglur

Iðnaðarmannadeild AFLs er aðili að IÐUNNI fræðslusetri sem býður upp á mikinn fjölda námskeiða.  Töluvert af þeim er hægt að halda þar sem næg þátttaka fæst en önnur eru tæknilega bundin við ákveðna staði.


Félagar í Iðnaðarmannadeild AFLs sem greitt er af símenntagjald eiga rétt á niðurgreiddum námskeiðum.


IÐAN Fræðslusetur er til húsa að Hallveigarstíg 1 Reykjavík  og skiptist í: Bílgreinasvið, bygginga- og mannvirkjasvið, matvæla- og veitingasvið, málm- og véltæknisvið og prenttæknisvið. 
Nánari upplýsingar og skráning á námskeið á vef IÐUNNAR í síma 590-6400 í tölvupósti This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hafa samband við skrifstofur AFLs.


IÐAN veitir styrki vegna ferðakostnaðar  til þeirra félaga sem greiða símenntagjald.
Ferðastyrkur er eingöngu veittur vegna námskeiða IÐUNNAR
Ferðastyrkur miðast við heilt námskeið. Vegalengdir miðast við uppgefnar mælingar vegagerðarinnar.
Á umsókn um ferðastyrk má sjá upphæðir á hverjum tíma.


Námsstyrkir önnur námskeið en IÐUNNAR:   Hægt er að sækja um styrk til tölvunáms á þeim svæðum þar sem ekki eru samningar við tölvuskóla um niðurgreidd námskeið fyrir félaga í IÐUNNI.


Byggingasvið veitir styrki fyrir eftirfarandi námskeið sem ekki eru á þeirra vegum:

  • Byggingakrananámskeið
  • Námskeið í stjórn og meðferð vinnuvéla
  • Námskeið fyrir umsjónarmenn fasteigna

Félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við AFL ef þeir vilja að við reynum að fá ákveðin námskeið á svæðið. Reynt hefur verið að bjóða upp á námskeið á svæðinu en ekki fengist þátttaka á síðari árum.
Félagsmönnum er enn fremur bent á fræðslusjóð IMA.