AFL starfsgreinafélag

Trúnaðarmaðurinn

Trúnaðarmaður skal kosinn á tveggja ára fresti.   

Hlutverk trúnaðarmannsins er skilgreint í lögum og kjarasamningum.

Samkvæmt þeim á trúnaðarmaðurinn meðal annars að gæta þess að atvinnurekandi og fulltrúi hans haldi kjarasamning og að réttur starfsmanns sé í öllu virtur. Trúnaðarmaður á rétt á að sinna trúnaðarmannastörfum  í vinnutíma, enda geri hann yfirmanni sínum grein fyrir efni málsins, sem um ræðir. Þar sem eru 5 til 50 starfsmenn á vinnustað er starfsmönnum heimilt að kjósa sér 1 trúnaðarmann. Séu starfsmenn fleiri en 50 er heimilt að kjósa 2 trúnaðarmenn.

Trúnaðarmaður er fulltrúi stéttarfélagsins á vinnustað.

Trúnaðarmenn stéttarfélaga

Handbók trúnaðarmannsins

Siðareglur AFLs