Afslættir
Félagið mun eins og að undanförnu bjóða upp á sumarbústaði víðsvegar um landið fyrir félagsmenn sína, sjá Orlofsmál bóka orlofseign og orlofsbækling.
Heimilisdýr eru almennt ekki leyfð í húsunum né á svæðunum.
Félagsmenn þurfa að sækja um sumarbústaði sem leigðir eru út yfir sumarmánuðina fyrir auglýstan tíma, úthlutað er samkvæmt úthlutunarreglum AFLs
Aðrar niðurgreiðslur sem er í boði, einungis ætlað félagsmönnum:
Gistimiðar á Hótel
Gerður hefur verið samningur við nokkur hótel um ódýrari gistingu fyrir félagsmenn. Hægt er að skoða og kaupa gistiávísun á "mínar síður" félagsmaðurinn þarf svo sjálfur að bóka gistingu á viðkomandi hóteli og tilgreina að greitt verði með gistiávísun.
Sjá nánar nánar "mínar síður vefverslun"
Konvin hótel - keflavík
Gerður var samningur við Konvin um gistingu fyrir þá sem eru á leið erlendis.
Félagsmenn þurfa að kaupa gistimiða /voutcer sem greiðlsu fyrir herbergið en bóka herbergið sjálfir hjá Konvin - morugnmatur greiddur á staðnum.
Verð og kaup á gistimiða https://mitt.asa.is
Bókanlegt á konvin.is - Bókanir stéttarfélaga
Innifalið í verði: Með eða án morgunmats, flugvallarskutl fyrir einstaklingsbókanir, VSK og Gistináttagjald.
Afbókunar-/No Show-skilmálar: 48 klst. Rukkað er fyrir 1 nótt.
Barnaskilmálar: 6 ára og yngri gista frítt ef þau deila rúmi með forráðamönnum. Gildir einnig um morgunverð.
Aukarúm: Rimlarúm eru í boði, gestum að kostnaðarlausu. Ekki er hægt að bæta við fullorðinsrúmum á herbergjum hótelsins.
Hópar: Ef bókaður herbergjafjöldi er 10 eða fleiri, flokkast það sem hópabókun. Sérstaklega er samið um hópaverð hverju sinni og gilda aðrir skilmálar um þá.
Fellihýsi/tjaldvagnar.
Félagið niðurgreiðir leigu á fellihýsum og tjaldvögnum til félagsmanna, um kr. 10.000.- gegn framvísun á löglegri kvittun frá leigusala.
Veiðikort
Eru niðurgreidd til félagsmanna, hægt er að fá þau á næstu skrifstofu AFLs eða á vefverslun AFLs undir mínar síður og velja hvar það er sótt eða fá það sent heim, sjá nánar um Veiðikortið.
Útilegukort.
Félagið niðurgreiðir útilegukort til félagsmanna og er þau seld á næstu skrifstofu AFLs. Hægt er að kaupa Útilegukort í vefverslun AFLs undir mínar síður og velja hvar það er sótt eða fá það sent. Útilegukortið er ætlað til nota á tjaldstæðum víðsvegar um landið, sjá nánar um Útilegukortið
Jarðböðin við Mývatn.
Félagsmenn í AFLi og fjölskyldur þeirra fá 15% afslátt af aðgangseyri (ekki veitingum). Sjá nánar um Jarðböðin