AFL starfsgreinafélag

Afslættir

Félagið mun eins og að undanförnu, bjóða upp á sumarbústaði víðsvegar um landið fyrir félagsmenn sína, sjá hlekkinn Orlofsmál bóka orlofseign og orlofsbæklingur. Heimilisdýr eru almennt ekki leyfð í húsunum né á svæðunum, sumarið 2015 er bústaður Lækjarbrekka í Grímsnesi undanskilinn þessari reglu,  dýrið er þó ávallt á ábyrgð eiganda.  Félagsmenn þurfa að sækja um fyrir auglýstan tíma, úthlutað er samkvæmt úthlutunarreglum AFLs                                                 


Aðrar niðurgreiðslur sem er í boði, einungis ætlaðar félagsmönnum:


Hótel Edda. Gerður var samningur við Eddu hótelin um ódýrari gistingu fyrir félagsmenn sína.heradsfloi Gistinóttin fyrir tveggja manna herbergi með vaski (ekki með baði) kostar kr. 10.000.- og fást ávísanir þar að lútandi á næstu skrifstofu AFLs. Staðsetning Edduhótela, http://www.hoteledda.is/
Bóka þarf gistingu símleiðis á viðkomandi Edduhóteli og tilgreina að greitt verði með gistimiða, ekki bókanlegt á netinu


Fosshótel. Gerður var samningur við Fosshótel um ódýrari gistingu fyrir félagsmenn. Hægt er að kaupa miða / kóða fyrir kr. 11.000.- á næstu skrifstofu eða í vefverslun AFLs (undir mínar síður) og telst hann greiðsla fyrir gistinguna. Sé miðinn / kóðinn notaður í maí, júní, júlí, ágúst og september skal greiða með tveim gistimiðum fyrir hverja nótt. Athugið að tímabilin eru aðeins mismunandi milli hótela þ.e.s. hvenær krafsit er tveggja gistimiða /kóða.

Á 4 hótelum þarf að greiða 6.000 kr aukalega við komu, það eru fjögurra stjörnu hótelin. Grand Hótel Reykjavík, Hótel Reykjavík Centrum, Fosshótel Reykjavík & Fosshótel Glacier Lagoon.
Eitt barn 6. ára og yngra frítt í herbergi með foreldrum ef deilt er rúmi.
Aukarúm fyrir 3 - 12 ára kostar 3.250 kr. Aukarúm fyrir 13. ára og eldri kostar 6.300 kr. 
Bóka þarf gistingu símleiðis á viðkomandi Fosshóteli og tilgreina að greitt verði með gistimiða / kóða, ekki bókanlegt á netinu. sjá http://www.fosshotel.is/is/


Bed & Breakfast, Keflavik Airport ( Gistihús Keflavíkur). Gerður var samningur við Gistihús Keflavíkur um gistingu fyrir þá sem eru á leið erlendis. Síma +354 4265000, gsm. 354 8992570. póstfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., sýna þarf félagsskýrteini á staðnum, ekki þarf að taka með sér gistimiða frá stéttarfélaginu.

Vetrarverð
1. okt 2017 ‐ 1. mí 2018
Eins manns herbergi – 10.900 kr.
Tveggja manna herbergi – 13.500 kr.
Þriggja manna herbergi – 15.500 kr.
Fjögurra manna herbergi – 16.500 kr.
Fimm manna herbergi – 22.500 kr.
Sex manna herbergi – 25.000 kr.

Verðtafla 2018

 bb

Afbókunar-/No ​ ​Show-skilmálar: ​ ​48 ​ ​klst. ​ ​Rukkað ​ ​er ​ ​fyrir ​ ​1 ​ ​nótt.
Barnaskilmálar: ​ ​6 ​ ​ára ​ ​og ​ ​yngri ​ ​gista ​ ​frítt ​ ​ef ​ ​þau ​ ​deila ​ ​rúmi ​ ​með ​ ​forráðamönnum. ​ ​Gildir ​ ​einnig ​ ​um
morgunverð.
Aukarúm: ​ ​Smábarnavöggur ​ ​eru ​ ​í ​ ​boði, ​ ​gestum ​ ​að ​ ​kostnaðarlausu. ​ ​Ekki ​ ​er ​ ​hægt ​ ​að ​ ​bæta ​ ​við
fullorðinsrúmum ​ ​á ​ ​herbergjum ​ ​hótelsins.
Hópar: ​ ​​Ef ​ ​bókaður ​ ​herbergjafjöldi ​ ​er ​ ​10 ​ ​eða ​ ​fleiri, ​ ​flokkast ​ ​það ​ ​sem ​ ​hópabókun. ​ ​​Sérstaklega ​ ​er samið ​ ​um ​ ​hópaverð ​ ​hverju ​ ​sinni ​ ​og ​ ​gilda ​ ​aðrir ​ ​skilmálar ​ ​um ​ ​þá.


Keahotels. http://www.keahotels.is/ Samningur er við Keahotel um gistingu, um er að ræða gistingu á Hótel Kea Akureyri, Hótel Norðurlandi Akureyri, Hótel Björk í Reykjavík og Hótel Gíg í Mývatnssveit. 

Hótel Kea Akureyri                       Sumarverð Pr.nótt        Vetrarverð Pr.nótt 
                                                        16. maí. – 30. sept.       1. okt. - 15. maí.  

• Eins manns herb. m/ sturtu           Kr: 28.000.-                    Kr: 14.000.  
• Tveggja manna herb. m/ sturtu     Kr: 34.000.-                    Kr: 18.000.

Hótel Norðurland Akureyri
• Eins manns herb. m/ sturtu           Kr: 25.000.-                   Kr: 10.000.
• Tveggja manna herb. m/ sturtu     Kr: 30.000.-                   Kr: 13.000.
Þriggja manna herb. m/ sturtu       Kr: 35.000.-                   Kr: 18.000.

Hótel Reykjavik Lights/ Skuggi /Storm
• Eins manns herb. m/ sturtu          Kr: 25.000.-                   Kr: 12.000.
• Tveggja manna herb. m/ sturtu    Kr: 30.000.-                   Kr: 16.000.
• Þriggja manna herb. m/ sturtu      Kr: 35.000.-                   Kr: 20.000.

Hótel Gígur í Mývatnssveit
• Eins manns herb. m/ sturtu         Kr: 25.000.-                   Lokað
• Tveggja manna herb. m/ sturtu   Kr: 30.000.-                   Lokað

Morgunverður af hlaðborði innifalinn á öllum hótelum Keahotela

Einungis er bókanlegt í gegnum  síma: 460-2000, og taka þarf fram að greitt verði með hótel-gistimiða / kóða. Hægt er að kaupa Gistimiða / kóða í vefverslun AFLs undir mínar síður


Lambinn Öngulsstöðum, samingur er við Lambinn um ódýra gitingu í Eyjafirði. Hægt er að kaupa gistiávísun hér undir - mínar síður - vefverslun, eða á næstu skrifstofu AFLs. Félagsmaður fær gistiávísunina senda á skráð netfang að greiðslu lokinni.
2ja manna  kr. 9.500
3ja manna  kr. 12.500
4ra manna kr. 14.500
Aukarúm kr. 2.400


Ferðaskrifstofur, FA Travel. Félagið niðurgreiðir bókunargjald ferða um 50%, og  kr. 7.500.- af fargjaldi fyrir fyrstu 100 bókanirnar.


Spalarmiðar. Félagið hefur gert samning um ódýrari ferðir í gegnum Hvalfjarðargöng http://spolur.is/. Félagsmaður getur komið við á næstu skrifstofu AFLs og keypt sér miða í göngin á kr. 500.- stykkið. Hægt er að kaupa Spalarmiða í vefverslun AFLs undir mínar síður og velja hvar hann er sóttur eða fá hann sendann


Fellihýsi/tjaldvagnar: Félagið niðurgreiðir leigu á fellihýsum og tjaldvögnum til félagsmanna, um kr. 10.000.- gegn framvísun á löglegri kvittun frá leigusala.


Veiðikort www.veidikortid.is verða niðurgreidd til félagsmanna, hægt verður að fá þau fyrir kr. 4.000 á næstu skrifstofu AFLs. Hægt er að kaupa Veiðikort í vefverslun AFLs undir mínar síður og velja hvar það er sótt eða fá það sent. 


Útilegukort. http://utilegukortid.is/
Félagið niðurgreiðir útilegukort til félagsmanna og er þau seld á kr. 12.000.- á næstu skrifstofu AFLs. Útilegukortið er ætlað til nota á tjaldstæðum víðsvegar um landið. Hægt er að kaupa Útilegukort í vefverslun AFLs undir mínar síður og velja hvar það er sótt eða fá það sent.


Flugmiðar.  Samkomulag er við Flugfélagið Erni http://ernir.is/ um ódýr flugfargjöld  fyrir félagsmenn milli Hornafjarðar og Reykjavíkur. Verð fyrir aðra leið er 9.300 krónur, Afhentur er kóði sem notaður er ásamt kennitölu félagsmans við bókun hjá flugfélaginu Ernir. Athygli er vakin á því að sýna þarf félagsskírteini AFLs við innritun í flug.


Jarðböðin við Mývatnhttp://www.jardbodin.is/
Félagsmenn í AFLi og fjölskyldur þeirra fá 15% afslátt af aðgangseyri (ekki veitingum).